Fréttir

Afurðastjórnun

Verkefni frá Track-Well

26.6.2012

AVS Fréttatilkynning

Afurðastjórinn

 

Nýtt upplýsingakerfi fyrir vinnsluskip
Sífellt eru gerðar meiri kröfur til skipstjórnarmanna um skráningar gagna um borð í fiskiskipum. Skráningar geta verið tímafrekar og oft þarf jafnvel að skrá sömu upplýsingarnar á mörgum mismunandi stöðum. Til þess að minnka tvískráningar og auka skilvirkni hefur íslenska hugbúnaðarfyrirtækið TrackWell, í samráði við Matís, Fiskistofu og nokkur útgerðarfyrirtæki, hannað kerfið Afurðastjórann, sem heldur utan um afla og afurðir um borð í fiskiskipum og tengist við rafræna afladagbók. TrackWell er hluti af íslenska sjávarklasanum og sér mikinn hag í góðu samstarfi við önnur fyrirtæki innan geirans. Afurðastjóraverkefnið var unnið með styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís og AVS. Markmiðið er auðvelda útgerðum að nýta rekjanleika til samþættingar á gögnum úr upplýsingakerfum virðiskeðju sjávarafurða.Afurðastjórinn var hannaður fyrir vinnsluskip en hentar einnig fyrir karaskráningar í ísfiskskipum og fyrir viðbótar gæðaupplýsingar í uppsjávarskipum. Gögnum eru gerð aðgengileg í landi þar sem hægt er að skoða og vinna með þau í gegnum vefviðmót. Einnig er mögulegt að miðla gögnum inn í önnur upplýsingakerfi útgerðanna.

Skipskerfi
Afurðastjóri um borð tengist við gagngrunn rafrænu afladagbókarinnar. Þannig eru allar upplýsingar um veiðiferðir, köst og staðsetningar sóttar sjálfkrafa. Skipskerfið skiptist í einingar sem hægt er að virkja eftir þörfum.  Í Afurðabók er hægt að skilgreina nýjar afurðir, auk hráefnis og umbúða. Einnig er haldið utan um afurðaverð og gengi gjaldmiðla. Í vinnslunýtingu er haldið utan um nýtingarprufur fyrir vinnsluskip og skýrslur til Fiskistofu og löndunarhafnar. Skipsdagbók inniheldur færslur og athugasemdir skipstjóra og í Áhafnalista eru upplýsingar um mannskap og vaktir. Búið er að setja upp tengingu milli Afurðastjóra og IceLabel límmiðaprentunar frá fyrirtækinu Strikamerki. Afurðastjórinn heldur utan um vinnslulotur og hægt er að senda lotunúmerið út á prentarann.

Góð viðbrögð notenda
Síðastliðið haust var Afurðastjórinn tekinn í notkun um borð í fimm vinnsluskipum frá kanadíska fyrirtækinu Ocean Choice International. Þar er haldið utan um allar afurðaskráningar um borð og gögnin sendast sjálfkrafa í land. Skipsstjórnendur hafa átt auðvelt með að tileinka sér kerfið og yfirsýn stjórnenda hefur aukist verulega.

Beinn aðgangur útgerðarfyrirtækja
Allar afurðaskráningar er aðgengilegar í vefviðmóti þar sem hægt er að skoða nánari upplýsingar um afla í hverju kasti og einnig bætast við upplýsingar um afurðir og fjölda kassa eða kara. Auðvelt að sækja skýrslur út úr kerfinu og fá t.d. beint í Excel.
Flest íslensk útgerðafyrirtæki nota upplýsingarkerfi eins og Wisefish frá Maritech eða Innova frá Marel og geta þá fengið framleiðslu- og aflagögnin sjálfvirkt inn frá Afurðastjóra sem bætir gagnaflæði tryggir betur öryggi gagna og eykur rekjanleika.

 

Til baka Senda grein

header2


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica