Fréttir

Úthlutun styrkja 2012

Stjórn hefur lokið forgangsröðun styrkja 2012 og ráðherra samþykkt tillöfu stjórnar

16.5.2012

FRÉTTATILKYNNING

 

 

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi hefur lokið umfjöllun sinni um umsagnir ársins og hefur ráðherra samþykkt tillögur sjóðsins um styrki.

 

Alls var sótt um styrki til 190 verkefna að upphæð 905 milljónir króna í ár og hlutu 71 brautargengi að upphæð  334 milljónir króna. Umsóknum fjölgaði frá fyrra ári um 28 og ósk um styrki um 96 milljónir króna en til úthlutunar var nú um 20 milljónum kr. minna en í fyrra. Að venju þurfti að hafna  mörgum vænlegum verkefnum en þau verkefni sem fengu styrk skiptust þannig eftir eðli verkefna:

 

Fiskeldi                                   84.200        þús. kr.

Markaðsmál                          47.050        þús. kr.

Líftækni                                  48.400        þús. kr.

Veiðar&vinnsla                  119.600       þús. kr.

Efling sjávarbyggða            34.900        þús. kr.

            Samtals                    334.150       þús. kr.                    

 

Þetta var í 10 skipti sem veitt var fé úr AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi. AVS stendur fyrir Aukið virði sjávarfangs“ og ríkir mikill einhugur innan sjávarútvegsins að sjóðurinn hafi staðið vel undir nafni og uppfylli tómarúm, sem fyrir hendi sé í rannsóknaheiminum varðandi þarfir sjávarútvegsins. Sjóðurinn er að mestu leyti fjármagnaður af fjárlögum og starfar á samkeppnissviði líkt og sumir aðrir opinberir rannsóknasjóðir.

 

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi er staðsettur í Verinu, vísindagörðum í nýbyggingu að Háeyri 1 á Sauðárkróki. Í tilefni þess að verið er að fagna því að nýbyggingin hafi verið tekin í notkun, verður opið hús í Verinu frá kl. 13:30 til 16:00 í dag, 16. maí, þar sem m.a. Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja ávarp.

Á heimasíðunni undir "Veerkefni AVS má sjá lista yfir styrkt verkefni.

Til baka Senda grein

header8


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica