Fréttir

Styrkir til sumarstarfa

AVS sjóðurinn, í samvinnu við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, býður fram styrki til fyrirtækja að ráða starfsfólk til sumarstarfa.

Sjá nánar hér að neðan.

21.4.2012

Auglýsingu, sem birt var í dagblöðum laugardaginn 21. apríl s.l. má sjá hér.

Þeir sem sótt geta um eru:

1. Fyrirtæki sem eru með afmörkuð rannsókna- og þróunarverkefni t.d. verkefni styrkt af AVS eða átaksverkefni .

2. Fólk sem ekki hefur vinnu í sumar getur sótt um til sjóðsins í afmörkuð verkefni í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir.

Kröfur til verkefnanna eru að þau stuðli að auknum verðmætum sjávarfangs. Umsækjendur verða að skila inn umsóknum til sjóðsins þar sem gerð er grein fyrir starfinu, samstarfsaðilum, markmiði þess, áætluðum afrakstri og stuttri verk-og kostnaðaráætlun. Í lok starfsins verður að gera grein fyrir framvindu og ávinningi.

Þetta er tilvalið fyrir fyrirtæki sem þurfa á starfsmanni að halda tímabundið til að vinna að nýsköpun og þróun, einnig gæti fyrirtæki nýtt sér sérfræðiþekkingu sumarstarfsfólksins til sérstakra verkefna sem efla og styrkja starfsemi fyrirtækisins.

Nemendur eða fólk með sérfræðiþekkingu, sem ekki sér fram á sumarvinnu getur leitað til fyrirtækja eða stofnanna með eigin hugmyndir um samstarf.

Styrkirnir verða greiddir út til fyrirtækja, og er miðað við að greiða laun og launatengd gjöld í tvo mánuði. Sumarstarfsmaður og fyrirtækin verða að semja um launin og skal miðað við reynslu og menntun viðkomandi.

Í upphafi ráðningatíma verður 70% upphæðarinnar greidd út til fyrirtækisins, sem sér síðan um launagreiðslur. Eftirstöðvar styrksins verða greiddar þegar fyrirtæki eða starfsmaður hefur skilað til sjóðsins stuttri greinargerð um framvindu og ávinning verkefnisins.

Umsóknafrestur er til mánudagsins 7. maí n.k. umsókn skal senda á avs@avs.isfyrir kl. 17:00 þann dag.

Umsóknareyðublað má fá hér

Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica