Fréttir

Umsóknir 2012

Alls bárust sjóðnum 188 umsóknir um 948 milljónir króna í febrúar

21.2.2012

Fyrir áramót var auglýstur umsóknarfrestur til þess að sækja um styrki til verkefna á sviði AVS sjóðsins og bárust alls 188 umsóknir um 948 milljónir króna. Flest eru verkefnin vegna verkefna á sviði veiða og vinnslu, alls 67 verkefni, 33 í fiskeldi, 19 í líftækni og 22 markaðsverkefni. Í flokkinn "Sjávarbyggðir" bárust 47 verkefni. Samanlagt eru umsóknir nú 28 fleiri en á síðasta ári.

Búið er að flokka og koma til faghópa umsóknum sem bárust AVS sjóðnum vegna styrkveitinga þessa árs. Fimm faghópar starfa á vegum AVS sjóðsins, einn um veiðar og vinnslu, aðrir um fiskeldi, markaði og líftækni auk þess sem sérsakur hópur fjallar um umsóknír í flokkinn "Sjávarbyggðir". Umsóknir eru síðan sendar til óháðra umsagnaraðila hver til tveggja aðila og beri þeim ekki vel saman er fenginn þriðji sérfræðingurinn til þess að meta umsóknina. Þess er gætt að öll úrvinnsla umsókna  sé eins fagleg og kostur er, og er helsta hlutverk stjórnar að samræma tillögur faghópanna að þeim fjárveitingum sem sjóðurinn hefur til umráða. Vonast er til þess að forgangsröðun stjórnar verði lokið fyrir páska.

Umsóknir í ár virðast að sögn faghópanna almennt vera sterkari en oft áður og verður eflaust vandi að velja úr þeim. Aðeins um eða undir þriðjung umsókna verður hægt að styrkja miðað við fjárveitingar til sjóðsins.

Til baka Senda grein

header4


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica