Fréttir

Saltfiskur í fiskborði

Gula í saltfiski - 30.12.2010

Það er að mörgu að hyggja við framleiðslu gæðasaltfisks og mikilvægt að orsakavaldar ýmissa gæðavandamála séu þekktir, svo fyrirbyggja megi tjón við vinnslu. Ljóst er að margir samverkandi þættir við saltfiskframleiðslu geta valdið því að gula komið fram. Meðal þess er efnasamsetning salts, vatns sem notað er við vinnslu og verkun, ástand fisks og efnasamsetning, vinnslubúnaður, áhöld, ílát, vinnslu- og verkunaraðstæður. Samverkandi áhrif þessari þátta eru ekki að fullu ljós þó svo að áhrif ákveðinna stakra þátta, svo sem járns og kopar hafi lengi verið þekktir.

Lesa nánar

Kollagen úr grásleppuhvelju - 28.12.2010

BioPol sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd, Háskólinn á Akureyri, og Seanergy í Færeyjum hafa um nokkur misseri unnið að verkefni er miðar að nýtingu á grásleppuhvelju til kollagenframleiðslu. Grásleppuhvelju (1.700 kg) var safnað á Íslandi og hún send til vinnslu í verksmiðju Seanergy í Færeyjum. Gæði og eiginleikar afurðarinnar voru borin saman við kollagen unnið úr ufsaroði. Afurðin sem framleidd var úr hvelju var dekkri og hafði meiri seigju en kollagen úr ufsaroði.

Lesa nánar

Veiði, vinnsla og útflutningur á lifandi kúfskel - 22.12.2010

Lokið er AVS-verkefninu "veiði, vinnsla og útflutningur á lifandi kúfskel" sem unnið hefur verið af Ísfélagi Vestmannaeyja hf. á Þórshöfn og Matís ohf. Markmið verkefnisins var að þróa veiðar, vinnslu, geymslu, pakkningar,flutning og markaðssetningu á lifandi kúfskel fyrir Evrópumarkað. Afrakstur verkefnisins hefur að mestu verið í samræmi við væntingar hvað varðar veiði-, vinnslu- og flutningshlutann, en markaðshlutinn hefur enn ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að.

Lesa nánar

Skiptirækt kræklings - 22.12.2010

Kræklingarækt hefur verið stunduð á tilraunastigi víðsvegar við landið í nokkurn tíma og hafa frumkvöðlar náð tökum á ræktunaraðferðum sem henta fyrir íslenskar aðstæður og fyrstu fyrirtækin eru að hefja uppbyggingu sem byggir á þeirri þróun. Í Evrópu og Kanada er kræklingarækt rótgróin matvælagrein og njóta Íslendingar góðs af því að hafa aðgang að tækni sem þegar hefur verið þróuð til ræktunar og vinnslu kræklings. Aðstæður hér við land eru þó ekki alltaf sambærilegar og hefur þróunarvinna á Íslandi m.a. falist í að aðlaga tækni að íslenskum aðstæðum.

Lesa nánar
Þorskur Mynd: Ragnar Th

AVS auglýsir eftir umsóknum - 30.11.2010

Enn á ný auglýsir AVS sjóðurinn eftir umsóknum, en framundan er áttunda starfsár sjóðsins. Að þessu sinni stendur umsækjendum til boða að sækja um í nýjan flokk verkefna, atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum landsins, auk hefðbundinna verkefna.

Lesa nánar

Þorskur í eldiskví

Verkefnasjóður sjávarútvegsins auglýsir eftir umsóknum - 24.11.2010

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, deild um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði, auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna. Umsóknafrestur er til 31. desember 2010.

Lesa nánar

Hakkad slog

Verðmætar afurðir að verða til úr slógi - 17.11.2010

Slóg getur verið til margra hluta nytsamlegt, en einhvern veginn hefur það samt verið svo að það hefur frekar verið til vandræða og valdið töluverðum kostnaði við förgun. En nú hyllir undir að samstarfsaðilar í AVS verkefninu „Slógvinnsla, nýjar aðferðir“ nái að finna nýjar leiðir til að búa til verðmætar afurðir.

Lesa nánar

Nyr_fraudplastkassi

Með skipum í stað flugvéla - 26.10.2010

Með tilraunum hefur verið sýnt fram á að hægt er að lengja geymsluþol ferskra þorskhnakka um allt 4-5 daga ef rétt er staðið að kælingu við framleiðslu og flutning vörunnar á markað.

Lesa nánar

Egils_Sild

Geymsluþol reyktra síldarflaka - 18.10.2010

Notkun rotvarnarefna hefur veruleg áhrif á lengd geymsluþols reyktra síldarflaka og í þessu AVS verkefni kom í ljós að sorbat meðhöndlun síldarflaka veitti bestu rotvörnina gegn örveruvexti.

Lesa nánar

Thorskportrett-auga

Grandskoðun þess gula - 14.10.2010

Ýmsum áhugaverðum spurningum er svarað varðandi ástand þorsks og vinnslueiginleika. Nýlokið er verkefni þar sem skoðað var meðal annars holdafar eftir árstíma, áhrif holdafars á flakanýtingu og hvort ástand lifrar gæti gefið vísbendingu um holdafar og vinnslunýtingu.

Lesa nánar

Rannsoknateymid_a_Keldum

Nýrnaveiki í laxfiskum - 12.10.2010

Nýrnaveiki í laxfiskum er afar erfið viðfangs og mikið ríður á að hafa góðar greiningaraðferðir, þar sem bakterían er yfirleitt búinn að búa um sig í langan tíma og mikill hluti hópsins hefur smitast, þegar sjúkdómseinkenna verður fyrst vart.

Lesa nánar

Beitukongur

Rannsóknir á beitukóngi - 11.10.2010

Beitukóngur (Buccinum undatum L.) er snigill sem lifir frá fjöru að 1200 m dýpi. Útbreiðsla beitukóngs er bundin við norður Atlantshaf frá Spáni norður til Grænlands og vestur og suður um til Main í Bandaríkjunum. Beitukóngur er meðal annars nýttur til manneldis og hér við land er beitukóngur veiddur í Breiðafirði.

Lesa nánar

Bóluþang

Lífvirk efni úr brúnþörungum - 5.10.2010

Þróuð hefur verið aðferð til vinnslu á karóten-efninu fucoxanthin úr brúnþörungum á vegum SagaMedica með stuðningi AVS-sjóðsins.

Lesa nánar

Bleikjur

Umhverfi í bleikjueldi skiptir miklu - 4.10.2010

Umhverfisþættir sem rannsakaðir voru í AVS verkefninu „Skilgreining á kjöreldisaðstæðum í bleikjueldi“ höfðu umtalsverð áhrif á vöxt og viðgang bleikju í eldi. Hitastig við seiðaeldi var rannsakað ásamt áhrif ljóss og seltu.

Lesa nánar

Sma_thorskseidi

Eldisþéttleiki og fóðrunartíðni hafa mikil áhrif á vöxt þorskseiða - 27.9.2010

Nýleg rannsókn sýnir að þéttleiki þorskseiða í eldi og fóðurtíðni hefur mikil áhrif á vöxt seiðanna. Ef ekki er fylgst vel með þéttleika ungseiða og þau fóðruð nógu títt má búast við töluvert lakari vexti og meiri afföllum vegna sjálfsráns.

Lesa nánar

Bleikja_a_bordum

Fiskur fyrir ferðamenn - 23.9.2010

Matarsmiðja Matís á Höfn hefur enn á ný tekið þátt í að koma með nýjar vörur á markað, nú voru þróaðar nýjar afurðir úr bleikju og saltfiski fyrir nýstárlega eldunaraðferð, sem hentar sérstaklega vel fyrir ferðamenn sem eru með grillið í skottinu.

Lesa nánar

Datamarket

Árangur sumarstarfa á vegum AVS að koma í ljós - 20.9.2010

Þessa dagana er verið að skila inn upplýsingum um sumarstörfin sem AVS styrkti í vor, en alls voru styrkt 28 verkefni sem sköpuðu störf fyrir sama fjölda einstaklinga í sumar.

Lesa nánar
Nyr_fraudplastkassi

Nýr og betri frauðplastkassi - 9.9.2010

Hannaður hefur verið nýr frauðplastkassi fyrir fersk flök, sem bætir gæði og lengir geymsluþol. Hönnun kassans byggir á rannsóknum Björns Margeirssonar hjá Matís í samvinnu við Promens Tempra ehf. Þessi nýi kassi er þegar kominn í framleiðslu.

Lesa nánar

Saltfiskur í fiskborði

Vinnufundur saltfiskframleiðenda - 31.8.2010

Samtök fiskvinnslustöðva og Matís ohf. boða til vinnufundar 17. september nk., þar sem formlega verður stofnaður hagsmunahópur saltfiskframleiðanda. Megintilgangur fundarins er ræða stöðu greinarinnar og framtíðaráherslur í þróun og samstarf saltfiskframleiðenda. Lesa nánar
Lúðulifra

Bætt frjóvgun hrogna - 26.8.2010

Helsti flöskuháls í eldi sjávarfiska eru fyrstu þroskastigin og framboð á gæðahrognum, lirfum og seiðum. Hrognagæði fiska eru mjög breytileg og hafa helst verið metin af frjóvgunarhlutfalli og afkomu hrogna og lirfa en gæði ráðast hinsvegar af ýmsum ólíkum þáttum.

Lesa nánar


header3


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica