Fréttir
  • Eldisþorskur
    Þorskur

Hringormar í þorski í áframeldi

25.11.2009

Frá um mitt ár 2004 hefur verið fylgst með hringormum og öðrum líffræðilegum þáttum hjá þorski í áframeldi í Skutulsfirði, og hefur m.a. komið í ljós að selormar eru greinilega mjög langlífir.

Frá því þetta AVS verkefni hófst hefur verið byrjað á þremur eldislotum og er tveimur þeirra lokið. Fyrsta lotan stóð yfir í 565 daga, sú næsta í 929 daga, úr þriðju lotunni sem ekki er lokið voru tekin sýni eftir 719 daga. Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að þorskar 1,6 faldi lengd sína og 6,1 faldi þyngd sína á 929 dögum.

Þorskur með mikinn fjölda hringorma (2,2 ormar/kg) í upphafi eldis verður svo til hringormalaus að loknu 929 daga kvíaeldi (0,7 ormar/kg) þetta kemur til að mestu leyti vegna aukningu þyngdar á hringormafríu fóðri. Um 30% af selorminum drepst í þorskinum á hverju ári og greinilegt að selormurinn er langlífur. Eftir tvö ár er um 50% selormanna dauðir og að loknum 6,7 árum er 90% þeirra dauðir.

Verkefnisstjóri verkefnisins er Erlingur Hauksson hjá Rannsjá, en hann vinnur verkefnið í samvinnu við Glað ehf og Hafrannsóknastofnun.

Tilvísunarnúmer AVS: R 065-06Til baka Senda grein

header20


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica