Fréttir
  • Bleikjur
    Bleikjur

Staða fiskeldis á Íslandi

23.11.2009

Landssamband fiskeldisstöðva hefur tekið saman í áhugaverða skýrslu um framtíðaráform og stefnumótun í fiskeldi hér á landi. Samdráttur hefur verið umtalsverður í laxeldi undanfarin ár, en nú er bleikjan að koma sterk inn.

Árið 2008 voru framleidd um 5.000 tonn og er áætlað að framleiðslan verði svipuð í ár. Gert er ráð fyrir umtalsverðri aukningu á næstu árum og spáin er rúm 10.000 tonn árið 2015 og er búist við að bleikjan verði rúmlega helmingur eldisins eða um 5-6.000 tonn. Jafnframt er gert ráð fyrir um 2.000 tonna framleiðslu á laxi og um 2.500 tonna framleiðslu í þorskeldi, í öðrum tegundum er ekki búist við mikilli aukningu, nema reikna má með einhverri aukningu í regnbogsilungsaeldi, sem hefur verið lítið stundað undanfarin ár.

Hér má nálgast skýrslu Landssambands fiskeldisstöðva: Staða fiskeldis á Íslandi, framtíðaráform og stefnumótun Landssambands fiskeldisstöðva í rannsókna- og þróunarstarfi 2010-2013

Tilvísunarnúmer AVS: S 022-09Til baka Senda grein

header12


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica