Fréttir

Islensk_bleikja

Umtalsverð lækkun fóðurkostnaðar - 22.12.2009

Niðurstöður umfangsmikilla fóðurtilrauna á bleikju sýna að lækka má fóðurkostnað umtalsvert án þess að dragi úr vexti fisksins. Próteinþörfin virðist lækka hratt eftir að smáseiðastigi sleppir.

Lesa nánar

Eldisþorskur

Örva má vöxt þorsks með ljósum - 14.12.2009

Komið hefur í ljós í mikilli ljósatilraun við eldi á þorski að stöðug ljósastýring á kvíastigi eldisins hafði jákvæð áhrif á vöxt fisksins samanborið við fisk sem haldið var við náttúrulega ljóslotu.

Lesa nánar

Sild

Ný aðferð til að greina sýkingu í síld og öðrum fiskum - 10.12.2009

Sérfræðingum Matís hefur tekist að þróa fljótvirka og ábyggilega erfðagreiningaraðferð til að greina Ichthyophonus hoferi sýkilinn í síld og öðrum fiskum.

Lesa nánar

dagsetning_2010

Átaksverkefni AVS 2010 - 4.12.2009

Á næsta ári leggur AVS sjóðurinn áfram áherslu á styttri verkefni og munu umsóknir þar sem verkefni eru til skemmri tíma en 12-18 mánaða að öllu jöfnu njóta forgangs. Lögð verður mikil áhersla á verkefni sem skila fljótt verðmætum og nýjum störfum fyrir íslenskan sjávarútveg. Lesa nánar
Fiskrettur

Fjölmenni á fundi Matís, AVS og SF um tækifæri í íslenskum sjávarútvegi - 3.12.2009

Fundurinn var vel sóttur og voru um 160 manns sem mættu til að hlusta á erindi Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Sveins Margeirssonar, sviðsstjóra hjá Matís. Lesa nánar
Thorskportrett-auga

Vannýtt tækifæri í íslenskum sjávarútvegi - 1.12.2009

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Sveinn Margeirsson, sviðsstjóri hjá Matís, fjalla um tækifæri í íslenskum sjávarútvegi á opnum fundi fim. 3. des. kl. 08:30 á Hilton Reykjavik Nordica Hotel, Suðurlandsbraut 2. Lesa nánar
Eldisþorskur

Hringormar í þorski í áframeldi - 25.11.2009

Frá um mitt ár 2004 hefur verið fylgst með hringormum og öðrum líffræðilegum þáttum hjá þorski í áframeldi í Skutulsfirði, og hefur m.a. komið í ljós að selormar eru greinilega mjög langlífir.

Lesa nánar

Bleikjur

Staða fiskeldis á Íslandi - 23.11.2009

Landssamband fiskeldisstöðva hefur tekið saman í áhugaverða skýrslu um framtíðaráform og stefnumótun í fiskeldi hér á landi. Samdráttur hefur verið umtalsverður í laxeldi undanfarin ár, en nú er bleikjan að koma sterk inn.

Lesa nánar

Graludupokar_a_bretti

Hitastýring frystra sjávarafurða skiptir miklu máli - 9.11.2009

Það skiptir verulegu máli að hafa fulla stjórn á aðstæðum við framleiðslu og flutning á frystum afurðum. Það þykir ekki gott að hægfrysta fisk eða láta hann þiðna upp í flutningi, slíkt rýrir óhjákvæmilega gæði afurða.

Lesa nánar

Fismarkadur

Smásölufiskmarkaður - 2.11.2009

Fram er komin áhugaverð samantekt um möguleika fiskmarkaðar fyrir almenning, þar sem gestir og gangandi geta kynnst óþrjótandi möguleikum íslensks sjávarfangs og komist í tæri við afurðirnar og keypt sér spennandi hráefni til matargerðar.

Lesa nánar

Valka_merki

Bylting í pökkun og flokkun á ferskum laxaflökum - 30.10.2009

Valka ehf, sem sérhæfir sig í þróun og markaðssetningu á tækjabúnaði og hugbúnaði fyrir fiskiðnaðinn, hefur afhent og sett upp nýjan flokkara fyrir flokkun og pökkun á laxaflökum til Vikenco AS í Noregi.

Lesa nánar

Krapaker_fra_3X_Technology

Nýjar tæknilausnir fyrir línuveiðiskip - 22.10.2009

Fiskur sem er látinn bæða í sjó með miklum vatnsskiptum, eftir að búið er að slægja og áður en hann fer í kælingu, skilar betri flakagæðum, einkum með tilliti til litar.

Lesa nánar

Tharakaviar

Kavíar úr þara - 20.10.2009

Hægt er að búa til kavíar úr þaraafurðum, og er hægt að finna slíkar afurðir víða á mörkuðum í Evrópu, en heildarmarkaðurinn er frekar smár og verðið lágt.

Lesa nánar

Medaflaskilja

Meðaflaskiljur í flotvörpur - 13.10.2009

Það er ekki auðhlaupið að því að þróa verkfæri í flotvörpu sem skilja á út meðafla frá kolmunna í svo stóru veiðarfæri sem flotvörpu. Rannsóknir hafa sýnt að með því að setja 55mm grindur fyrir framan poka í flotvörpu sleppur þorskur og ufsi stærri en 55cm og kolmunninn fer aftur í poka. Lesa nánar
Griparmur

Notkun þjarka í fiskvinnslu - 7.10.2009

Valka ehf og HB Grandi hf hafa undanfarin 2 ½ ár unnið að því að greina möguleika á því að auka framleiðni í fiskvinnslunni með nýtingu á þjörkum. Í verkefninu hefur sérstaklega verið horft til að sjálfvirknivæða einhæf röðunarstörf. Sérstaklega hefur verið skoðuð röðun inn á skurðarvélar og inn á lausfrysta.

Lesa nánar

Thveginn_marningur

Ný vinnsla marnings - 1.10.2009

Í mörg ár hefur verið unnið að ýmsum lausnum til að auka nýtingu í bolfiskvinnslu og á síðasta ári styrkti AVS sjóðurinn fyrirtækið 3X Technology til að hanna nýtt marningskerfi svo ná mætti m.a. meira holdi af hryggjum eftir flökun.

Lesa nánar

Lifrardós

Ensím eykur nýtingu og afköst - 21.9.2009

Hægt er að auka nýtingu í lifrarniðursuðu um 20-25% með því að nota ensím til að fjarlægja himnuna, sem er utan á lifrinni, afköstin aukast einnig umtalsvert og gæði afurðarinnar eru mun meiri og jafnari en áður.

Lesa nánar

Bleikjuflok

Hollusta sjávarfangs - 17.9.2009

Það fer ekkert á milli mála í huga okkar Íslendinga að fiskur og fiskafurðir er bráðholl næring, en það er samt mikilvægt að hafa mælingar og gögn sem sýna að svo sé. AVS sjóðurinn hefur styrkt mælingar á næringarefnum enda nauðsynlegt fyrir útflytjendur að hafa nýjar og áreiðanlegar upplýsingar við hendina.

Lesa nánar

Makríll

Spá fyrir um gæði uppsjávarafla - 15.9.2009

Í AVS verkefninu "Aukið verðmæti uppsjávarfisks" hefur verið þróuð ný aðferð til að spá fyrir um skemmdarferla uppsjávarafla. Sú aðferðafræði sem þróuð er í verkefninu gæti reynst notadrjúg til að skipuleggja meðhöndlun og vinnslu uppsjávarafla, þannig að stærri hluti hans skilaði sér til manneldis eða til framleiðslu á hágæðamjöli.

Lesa nánar

Fiskimjol

Arsen er ekki alltaf hættulegt - 11.9.2009

Arsen í matvælum og fóðri getur verið hættulegt. Nýleg rannsókn unnin af Matís sýnir að 50-90% af arseni í fiskimjöli er hættulaust. Hjá Matís hefur undanfarið verið unnið að rannsóknarverkefni sem er styrkt af AVS og miðar að því að þróa efnagreiningaraðferðir sem geta greint á milli eitraðra og hættulausra efnaforma arsens í fiskimjöli Lesa nánar

header17


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica