Fréttir
  • Skrúfutankur
    Skrúfutankur fyrir blóðgun og kælingu

Vinnsluferill um borð í línuveiðiskipum

10.11.2008

Umtalsverðar rannsóknir hafa verið gerðar undanfarin ár og áratugi á vinnsluferlum og meðhöndlun afla um borð í togskipum. Með aukinni áherslu á línuveiðar er þörf fyrir auknar rannsóknir á vinnsluferli línuskipa, því inntaka aflans í skipin er mismunandi fyrir þessi tvö útgerðarform.

Markmið verkefnisins, sem stutt er af AVS sjóðnum, er að hanna og framleiða nýjar og endurbættar tæknilausnir við beitningu og meðhöndlun hráefnis í línuveiðiskipum í þeim tilgangi að lækka rekstrarkostnað skipanna, auka vinnuhagræði, hráefnisgæði og þar með verðmæti aflans.

Verkefnið tekur á öllum þáttum vinnslunnar um borð í línuveiðiskipi, allt frá innmötun beitunnar í beitningarvél, flutningur og meðferð aflans í vinnslulínunni, þar með talið blóðgun, slæging, kæling og flokkun og frágangur aflans niður í lest.

Myndin hér að neðan sýnir skrúfutank sem að fyrirtækið 3X Technology hefur verið að þróa og smíða að undanförnu. Við notkun á slíkum tönkum fyrir blóðgun og kælingu er auðvelt að stýra blóðgunar – og kælingartíma fisksins og tryggja þar með bestu meðhöndlunina. Fiskurinn verður hvítur og fallegur og geymsluþolið eykst umtalsvert.

Samstarfsaðilar verkefnisins eru: Matís ohf, 3X Technology ehf, Vísir hf, Brim hf og Samherji hf.

Tivísunaranúmer AVS: R 037-07Til baka Senda grein

header13


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica