Fréttir
  • Þorskhnakkar
    Þorskhnakkar með roði

Verðmæti marnings aukið með nýjum vinnsluferlum

23.10.2008

Verið er að þróa nýjar aðferðir til að gera það mögulegt að sprauta marningi í flök og þannig ná fram betri heildarnýtingu í bolfiskvinnslu um leið og verðmæti marningsins eykst umtalsvert.

Þróa á vinnsluferil sem notaður er til framleiðslu á blöndu úr marningi og pækli til innsprautunar í bolfiskafurðir. Þrýstingi er beitt til að sprengja himnur og búa til einsleita blöndu úr marningnum sem auðvelt er að sprauta með hefðbundnum sprautusöltunarvélum. Með þessu móti má einnig hafa áhrif á örverufjölda og stöðugleika blöndunnar við geymslu en þeir þættir hafa valdið mestum vandamálum við notkun marnings í flök. Með bættum eiginleikum marnings og stöðugleika til innsprautunar verður hann vænlegri kostur sem hráefni í ýmsar vörur sem leiðir til verðmætaaukningar hans. Þessi ferill getur orðið til þess að hægt verði að nota próteinblöndur í kældar afurðir en það er eitt af því sem skoðað verður í verkefninu, en mikil áhersla er lögð á  gæði sprautaðra afurða.

      

 Marningur
 Lengst til vinstri er hefðbundinn marningur en lengst til hægri er marningsblanda tilbúin til innsprautunar. Þar á milli má sjá útlit blöndunar á mismunandi stigum framleiðslunnar, sem felast í forblöndun, síun og sprengingu.


Gerðar hafa verið forpófarnir sem sýna að hugmyndin er vel framkvæmanleg en nauðsynlegt er að þróa ferilinn frá frumstigi og stilla af breytur í ferlinu eins og þrýsting og hringrásun áður en að sprautun kemur.  Í verkefninu verður einnig lagt mat á áhrif hráefnisgæða og áhrif af sprautun marningsblöndu í kældar og frystar afurðir. 

Tilvísunarnúmer AVS R 011-08Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica