Fréttir
  • Merki um ábyrgar fiskveiðar
    Responsible Fisheries

Merki fyrir ábyrgar fiskveiðar

8.10.2008

Íslenskt merki um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga var kynnt á Íslensku sjávarútvegssýningunni þann 3. október s.l.. Merkið er markaðstæki fyrir íslenska framleiðendur sjávarafurða og viðbrögð við kröfum markaða um að sjávarafurðir komi úr fiskistofnum, sem nýttir eru á ábyrgan hátt. Merkið skírskotar til íslensks uppruna afurða, en mörg markaðssvæði leggja áherslu á að fá skýra upprunatengingu við Ísland.

Merkið verður tilbúið til notkunar síðar í þessum mánuði og munu framleiðendur, sem þess óska, geta prentað það á umbúðir samkvæmt reglum, sem um notkun merkisins gilda.

Unnið er að undirbúningi vottunar ábyrgra fiskveiða, þar sem óháður alþjóðlega viðurkenndur vottunaraðili mun leitast við að staðfesta að íslenskar fiskveiðar séu stundaðar á sjálfbæran hátt.

Sjá kynningarblað.

Frekari upplýsingar veita:

Finnur Garðarsson

Fiskifélagi Íslands

Sími 591 0308

Farsími 896 2400

Tölvupóstfang: finnur () fiskifelag.is

og

Kristján Þórarinsson, LÍÚ

Sími: 591 0306

Farsími: 824 2306

Tölvupóstfang: k () liu.is


Tilvísunarnúmer AVS: R 016-07

Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica