Fréttir
  • Eldisþorskur
    Þorskur

Þorskeldisráðstefna 30. sep. - 1. okt

11.9.2008

Þorskeldi á Norðurlöndum er yfirskrift rástefnunnar, en mikilvægt er að skoða möguleika þorskeldisins í ljósi minnkandi veiða. Á ráðstefnunni verður farið yfir stöðuna og spáð í framtíðarmöguleika þorskeldis.

Þetta er þriðja ráðstefnan um þorskeldi á Norðurlöndunum, en miklar væntingar eru undirliggjandi um að þessi atvinnugrein geti styrkt markaðinn fyrir þorskafurðir. Allmörg rannsóknaverkefni eru nú í gangi styrkt af AVS og fleiri sjóðum. Á ráðstefnunni verða mörg þessara verkefna kynnt og reynt að sjá fyrir ný verkefni sem geta eflt þessa nýju atvinnugrein. Afar mikilvægt er að fyrirtæki í rannsóknum og vinnslu vinni saman og að samstarf milli landa verði styrkt, en þessi ráðstefna er einmitt liður í þeirri viðleitni.

Nálgast má allar upplýsingar um rástefnuna á: http://fiskeldi.is/codconference.htmlTil baka Senda grein

header3


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica