Fréttir

Þorskur Mynd: Ragnar Th

Átaksverkefni AVS - 8.12.2008

Á árinu 2009 leggur AVS sjóðurinn áherslu á styttri verkefni og munu umsóknir þar sem verkefni eru til skemmri tíma en 12-18 mánaða að öllu jöfnu njóta forgangs. Lögð verður mikil áhersla á verkefni sem skila fljótt verðmætum og nýjum störfum fyrir íslenskan sjávarútveg.

Lesa nánar

© Jón Baldur Hlíðberg, www.fauna.is

Natríum í rækju tvöfaldast við vinnslu - 2.12.2008

Þekking á næringargildi sjávarafurða er afar mikilvæg fyrir neytendur, framleiðendur og söluaðila íslenskra sjávarafurða. Í AVS verkefninu „næringargildi sjávarafurða“ er verið að afla upplýsinga um næringarefnasamsetningu sjávarafurða og efla þá þekkingu sem fyrir er.

Lesa nánar

Fiskur_i_matinn

Aukin fiskneysla fæst með aukinni fræðslu - 24.11.2008

Ljóst er að foreldrar hafa mest hvetjandi og mótandi áhrif á fiskneyslu ungs fólks og þeir sem hafa vanist því að borða fisk í æsku halda því áfram síðar á ævinni. Í ljós kom að fræðsla og þekking jók greinilega fiskneyslu hjá ungu fólki.

Lesa nánar

Marningtvottatromla

Marningskerfi - 18.11.2008

3X Technology á ísafirði hefur á þessu ári fengið styrk frá AVS sjóðnum til að þróa nýjan búnað til að vinna marning úr aukaafurðum. Megin áherslan er lögð á að ná fiskholdi af hryggjum án þess að marningurinn mengist blóði.

Lesa nánar

Lifrardós

Ensím vinnur verkið - 14.11.2008

Notkun ensíms sparar mikinn tíma við hreinsun á lifur fyrir niðursuðu, en ensímið leysir upp himnuna á yfirborði lifrarinnar og við það losna ormar sem búið hafa um sig undir henni. Fram til þessa hefur þurft að handvinna þessa snyrtingu, sem er mjög tímafrek.

Lesa nánar

Skrúfutankur

Vinnsluferill um borð í línuveiðiskipum - 10.11.2008

Umtalsverðar rannsóknir hafa verið gerðar undanfarin ár og áratugi á vinnsluferlum og meðhöndlun afla um borð í togskipum. Með aukinni áherslu á línuveiðar er þörf fyrir auknar rannsóknir á vinnsluferli línuskipa, því inntaka aflans í skipin er mismunandi fyrir þessi tvö útgerðarform.

Lesa nánar

Fiskvali

Fiskvali - 3.11.2008

Stjörnu-Oddi vinnur að þróun fiskvala, flokkunarbúnaðar sem velur sjálfvirkt fisk inn og út úr trolli. Sjómenn forrita búnaðinn og velja með því tegundir og stærðir inn í trollið, öllum öðrum fisk verður sleppt út úr trollinu.

Lesa nánar

Þorskur í ís

Grandskoðum þann gula frá miðum í maga - 29.10.2008

Á síðastliðnum árum hefur krafa neytenda um matvöru sem framleidd er á vistvænan hátt aukist til muna og erlendir kaupendur á íslenskum fiski leggja því mikil áherslu á gæði og rekjanleika í fiskvinnslu ásamt jákvæðri ímynd um hollan og ómengaðan fisk.

Lesa nánar

Bólusetning

Vetrarsár í eldisfiskum - 27.10.2008

Vetrarsár í laxfisum og þorski orsakast af bakteríunni Mirotella viscosa. Sjúkdómurinn blossar upp í eldisfiski á veturna þegar hitastig sjávar er lágt og getur valdið gríðarlegu verðmætatapi. Núverandi bóluefni hafa ekki veitt viðunnandi vörn gegn sjúkdómnum.

Lesa nánar

Þorskhnakkar

Verðmæti marnings aukið með nýjum vinnsluferlum - 23.10.2008

Verið er að þróa nýjar aðferðir til að gera það mögulegt að sprauta marningi í flök og þannig ná fram betri heildarnýtingu í bolfiskvinnslu um leið og verðmæti marningsins eykst umtalsvert.

Lesa nánar

Þurrkklefi

Lyktina burt - 20.10.2008

Notkun ósons við þurrkun á fiski minnkar verulega lykt frá þurrkverksmiðjum, en hjá Matís er unnið að því að gera tilraunir með notkun ósons í samstarfi við Laugafisk á Akranesi.

Lesa nánar

Þorskseiði

Ufsapeptíð auka vöxt þorskseiða - 16.10.2008

Mikil afföll og mismunandi gæði lirfa er eitt helsta vandamálið við eldi sjávarfiska en niðurstöður í verkefninu “Lífvirk efni við eldi lúðu og þorsks” benda til þess að ná megi fram töluverðri aukningu í vexti og afkomu lirfa ef fæðudýr sem notuð eru til fóðrunar lirfanna eru auðguð með ufsapeptíðum. Ufsapeptíðin eru framleidd úr ufsaafskurði í sprotafyrirtækinu Iceprotein ehf á Sauðárkróki.

Lesa nánar

Merki um ábyrgar fiskveiðar

Merki fyrir ábyrgar fiskveiðar - 8.10.2008

Íslenskt merki um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga var kynnt á Íslensku sjávarútvegssýningunni þann 3. október s.l.. Merkið er markaðstæki fyrir íslenska framleiðendur sjávarafurða og viðbrögð við kröfum markaða um að sjávarafurðir komi úr fiskistofnum, sem nýttir eru á ábyrgan hátt. Merkið skírskotar til íslensks uppruna afurða, en mörg markaðssvæði leggja áherslu á að fá skýra upprunatengingu við Ísland.

Lesa nánar

Ferskur fiskur

Umhverfishitinn hefur mikil áhrif - 29.9.2008

Hitastýring í kælikeðjum ferskra sjávarafurða er mikilvægur þáttur í því að skila kaupanda vöru af bestu mögulegu gæðum. Ferskar afurðir eru viðkvæmari fyrir hitabreytingum en fryst vara og því mikilvægt að umhverfishita sé stýrt allan tímann.

Lesa nánar

Makríll

Makríll til manneldis - 24.9.2008

Verðmæti makríls til manneldis er mun meira en til fiskmjölsframleiðslu og þess vegna eru miklir hagsmunir fólgnir í því að finna leiðir til að koma honum auðveldlega til frystingar í landi eða um borð í vinnsluskipum.

Lesa nánar

Mælingar á eldisþorski

Þorskur í ljósum - 18.9.2008

Unnið er að viðamiklu verkefni á Ísafirði þar sem verið er að kanna áhrif ljóss á vöxt og kynþroska þorsks í eldi. Markmið verkefnisins er að nýta ljós til að ná fram auknum vaxtarhraða og seinkun kynþroska.

Lesa nánar

Börkur NK

Verðmæti uppsjávarfisks aukið með bættri kælitækni - 15.9.2008

Verkefnið Aukið verðmæti uppsjávarfisks – bætt kælitækni hófst í júní 2008. Markmið verkefnisins er að leggja grunn að nýrri aðferð við kælingu og geymslu uppsjávarfiska um borð í nótaskipum.

Lesa nánar

Eldisþorskur

Þorskeldisráðstefna 30. sep. - 1. okt - 11.9.2008

Þorskeldi á Norðurlöndum er yfirskrift rástefnunnar, en mikilvægt er að skoða möguleika þorskeldisins í ljósi minnkandi veiða. Á ráðstefnunni verður farið yfir stöðuna og spáð í framtíðarmöguleika þorskeldis.

Lesa nánar

Ísaður þorskur

Kynning á nýjum hugbúnaði - 8.9.2008

Á sjávarútvegssýningunni 2-4 október nk. verður kynntur nýr hugbúnaður sem nefnist FisHmark á sýningarbás Matís ohf.

Lesa nánar

Bóluþang

Gull í greipar Ægis - 29.8.2008

Öllum er ljóst að sjávarfang er mikill og góður fæðukostur, sem inniheldur mörg mikilvæg efni sem styrkja og bæta heilsu manna. Á síðustu árum hafa svokölluð andoxunarefni hlotið verðskuldaða athygli og að sjálfsögðu er slík efni einnig að finna í íslensku sjávarfangi.

Lesa nánar


header3


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica