Fréttir
  • Margrét Geirsdóttir
    Rannsoknir á fiskiproteinum
    Margrét Geirsdóttir að störfum

Fiskprótein sem fæðubótarefni

7.11.2007

Eitt helsta sóknarfæri íslensks sjávarútvegs er að auka verðmæti úr því hráefni sem kemur úr sjó. Með því að vinna fæðubótarefni úr fiski er hægt að auka verðmæti hráefnisins, ekki síst úr vannýttum tegundum, sem eins og stendur eru alla jafnan ekki nýttar til manneldis, eða aukaafurðum og tilfallandi hráefni við hefðbundna vinnslu á matvælum.

Fæðubótarefni og heilsuvörur ýmis konar eru orðnar merkjanlegur þáttur í næringu fólks á vesturlöndum, og markaður fyrir slíkar vörur vex stöðugt. Þegar sjóðurinn tók til starfa þá styrkti AVS verkefni sem miðaði að því að framleiða fæðubótarefni úr fiski.

Markverðustu merki um ávinning þessa verkefnis má telja stofnun fyrirtækisins Iceproteins ehf á Sauðárkróki, þar er ætlunin að þróa og framleiða prótein úr fiski, einkum og sér í lagi þeim fiski eða fiskhlutum sem alla jafnan eru ekki nýtt í matvæli.

Fæðubótarefni eru skilgreind sem matvæli sem ætluð eru sem viðbót við venjulegt fæði og eru með hátt hlutfall af vítamínum, steinefnum eða öðrum efnum sem hafa næringar- eða lífeðlisfræðileg áhrif. Nú þegar eru til sölu margar gerðri prótein- og orkudrykkja, helst er notast við prótein úr sojabaunum og mjólk.

Þrátt fyrir að næringarefnasamsetning fiskpróteina sé ákjóstanleg sem fæðubótarefni þá vantar þróun og rannsóknir til að framleiða þau með þá eiginleika sem þykja hvað ákjósanlegastir fyrir fæðubótarefni. Er þá helst átt við lykt, bragð og leysanleika. Með markvissu þróunar og markaðsstarfi þá benda allar líkur til þess að hægt sé að bæta úr þessu.

Aðaláherslan var lögð á að nýta ferskan kolmunna sem hráefni, en það reyndist erfiðara en búist hafði verið við og því var brugðið á það ráð að vinna með frosið hráefni. Það gefur ekki sama árangur og ef unnið er með fersk hráefni, því var tilraunum haldið áfram með afskurð úr landvinnslu og unnið með þorsk- og ufsaafskuð. Í framhaldi af því hafa verið gerðar athuganir með að sprauta próteinum sem unnin eru úr tilfallandi fiskafskurði í fiskflök sömu fisktegundar. En það mun vera heimilt samkvæmt reglugerðum austan og vestanhafs en ekki er leyfilegt að blanda saman fisktegundum með þessum hætti.

Þetta verkefni AVS hefur leitt af sér mörg önnur verkefni þar sem unnið er að rannsóknum og vinnslumöguleikum á fiskpróteinum, unnið er í samstarfi við innlend fyrirtæki þá einkum Fisk Seafood hf á Sauðárkróki. Margar erlendar rannsóknastofnanir hafa tengst þessu og öðrum próteinverkefnum, en fullyrða má að þetta verkefna hefur lagt grunnin að öflugum rannsóknum og gert háskólanemum, sérfræðingum og innlendum fyrirtækjum kleift að öðlast mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði, sem án efa á eftir að skila miklum verðmætum í náinni framtíð.Til baka Senda grein

header10


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica