Fréttir
  • Slóg
    Slóg
    Ensímið er unnið úr innyflum þorsks.

Hvað á að gera við slógið?

25.10.2007

Á undanförnum árum og áratugum hefur verið leitað að viðunandi lausnum við losun á slógi og talsverð áhersla hefur verið lögð á að vinna slógið í nýtanlegar afurðir sem hægt væri að selja.

Þessi vinna hefur einkum verið unnin af einstaklingum, samtökum og stofnunum og voru uppi hugmyndir um vinnslu á slógi til fóðurgerðar. Nokkur dæmi eru um að reynd hafi verið slík vinnsla, en hún hefur aldrei náð að festa sig í sessi.

Helsta vandamálið við vinnslu slógs er tvíþætt í fyrsta lagi skemmist það mjög fljótt sem veldur því að mjög erfitt er að nýta það til framleiðslu ýmissa afurða, og í öðru lagi er flutningskostnaður mjög hár miðað við verðmæti þeirra afurða sem vinna má úr slógi.

Í skýrslu sem Matís hefur unnið má lesa um leiðir til að losna við slóg á arðbæran og umhverfisvænan máta. Þar eru nefndar nokkrar leiðir svo sem förgun, meltugerð, frysting, fiskimjöl, áburðaframleiðsla, fóðurgerð og einangrun ýmissa efna úr slógi.

Þessi vinna hefur leitt til þess að einn þátttakenda í verkefninu undirbýr nú vinnslu á slógi og er verið að undirbúa kaup á búnaði til meltugerðar með notkun ensíma.

Skýrsla verkefnisins: “Úrlausnir vegna umhverfisáhrifa við losun slógs”

Tilvísunarnúmer AVS: S 033-06

Til baka Senda grein

header7


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica