Fréttir
  • © Jón Baldur Hlíðberg, www.fauna.is
    Raekja
    © Jón Baldur Hlíðberg, www.fauna.is

Kítósan í baráttu gegn offitu

4.9.2007

Kítósan er efni sem er unnið úr rækjuskel og hefur mest verið notað á fæðubótarmarkaði sem virkt innihaldsefni í megrunarlyf.

Hugmyndafræðin bak við ætluð megrunaráhrif kítósans hefur mikið til snúist um þann eiginleika efnisins að binda fitu og þar með hindra frásog fitunnar í meltingarvegi.

AVS sjóðurinn styrkti verkefnið “Kítósan í meltingarvegi; hámörkun jákvæðra áhrifa kítósans og öflun gagna fyrir kynningar og markaðssetningu á fæðubótarmarkaði”.

Í verkefninu var aflað gagna sem varpa ljósi á áhrif kítósans á fitu í meltingarvegi en niðurstöður úr eldri rannsóknum um áhrif þess hafa verið nokkuð misvísandi. Sýnt var fram á að áhrif kítósans geta verið mjög mismunandi og eru þau mjög háð gerð og eiginleikum kítósans. Sumar gerðir kítósans binda fitu mun betur en aðrar og stjórnast það fyrst og fremst af hleðslu og stærð sameinda.

Niðurstöður verkefnisins koma að góðum notum við stjórn á framleiðslu kítósans sem fæðubótarefnis og við markaðssetningu þess, en í rannsókninni fengust upplýsingar um hvernig bæta má virkni kítósans svo það dragi enn betur úr upptöku líkamans á fitu við meltingu.

Verkefnið var unnið sem MS verkefni Þrándar Helgasonar við Háskóla Íslands undir stjórn Kristbergs Kristbergssonar prófessors í samvinnu við Primex ehf, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (nú Matís ohf) og Massachusetts háskóla í Amherst í BNA.

Tilvísunarnúmer AVS: R 027-04Til baka Senda grein

header11


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica