Fréttir

Stykkishólmur

Fjármagn til úthlutunar eykst á næsta ári - 19.12.2007

AVS rannsóknarsjóðurinn mun á næsta ári hafa meira fjármagn til ráðstöfunar en áður, eða 335 m.kr. fyrir árið 2008. Um er að ræða 100 m.kr. hærri upphæð en fyrir árið 2007. Þá er stefnt að því að AVS sjóðurinn starfi að minnsta kosti til 2014, að því er fram kemur í nýsamþykktum fjárlögum fyrir árið 2008. Jafnhliða hefur verið ákveðið að hækka hámarksstyrki úr 6 m.kr. í 8.m.kr. Styrkir geta þó orðið hærri í sérstökum og viðamiklum öndvegisverkefnum. Lesa nánar
Um borð í línuveiðibát

Beita úr ódýrara hráefni - 14.12.2007

Miklar rannsóknir hafa farið fram á eiginleikum pokabeitunnar svokölluðu og nú liggur fyrir mikil þekking á ýmsum samsetningarmöguleikum og veiðni beitunnar.

Lesa nánar

Thorskur

Ráðstefnan um þorskeldi á Íslandi - 11.12.2007

Eins og flestum er kunnugt þá var haldin glæsileg ráðstefna um stöðu þorskeldis á Íslandi í lok nóvember s.l.

Lesa nánar

Lyftari með lesurum

Bætt vinnslustýring - 28.11.2007

Auknar kröfur um réttar og öruggar upplýsingar um uppruna matvæla hafa leitt til þess að sífellt er leitað nýrra leiða til þess að hafa eftirlit með afla allt frá veiðum til markaðar. AVS hefur styrkt verkefni sem miðar að því að merkja fiskiker með rafrænum hætti en slíkar merkingar gefa aukna möguleika á hagnýtingu rekjanleika. Þá gera þau fyrirtækjum kleift að senda rafrænar upplýsingar til kaupenda um það hvar afurðin er veidd, hvar hún hefur verið verkuð og hvaða leið hún hefur farið á markað.

Lesa nánar

Hlyri

Frysting á sviljum úr hlýra - 26.11.2007

Þreifingar með eldi á hlýra hafa staðið yfir í nokkur ár í eldisaðstöðu Hlýra ehf á Neskaupsstað. Markmið fyrirtækisins er að kanna hagkvæmni og möguleika með hlýraeldi á Íslandi.

Lesa nánar

Þorskur

Ráðstefna um þorskeldi - 23.11.2007

Ráðstefna sem ber heitið: Stöðumat og stefnumótun fyrir þorskeldi, verður haldin á Grand Hóteli í Reykjavík og 29-30. nóvember n.k.

Lesa nánar

Merki AVS

Sækja um í AVS - 22.11.2007

Á næstunni munu birtast auglýsingar frá AVS sjóðnum um umsóknafrestina á næsta ári. Miðað verður við sömu tímamörk og áður, þannig að aðalumsóknafresturinn er 1. febrúar 2008. Lesa nánar
Margrét Geirsdóttir

Fiskprótein sem fæðubótarefni - 7.11.2007

Eitt helsta sóknarfæri íslensks sjávarútvegs er að auka verðmæti úr því hráefni sem kemur úr sjó. Með því að vinna fæðubótarefni úr fiski er hægt að auka verðmæti hráefnisins, ekki síst úr vannýttum tegundum, sem eins og stendur eru alla jafnan ekki nýttar til manneldis, eða aukaafurðum og tilfallandi hráefni við hefðbundna vinnslu á matvælum.

Lesa nánar

Þorskhnakkar

Aukin nýting í flakavinnslu - 1.11.2007

Með því að sprauta fiskpróteinum í flök má auka nýtingu umtalsvert. Matís hefur á undanförnum árum verið að gera tilraunir með að vinna prótein af hryggjum og öðrum afskurði í bolfiskvinnslu.

Lesa nánar

Slóg

Hvað á að gera við slógið? - 25.10.2007

Á undanförnum árum og áratugum hefur verið leitað að viðunandi lausnum við losun á slógi og talsverð áhersla hefur verið lögð á að vinna slógið í nýtanlegar afurðir sem hægt væri að selja.

Lesa nánar

Fiskrettur

Ýsa var það, heillin! - 5.10.2007

Í nýrri skýrslu Matís, þar sem birt er samantekt á þeim upplýsingum sem fyrir liggja um neyslu Íslendinga á hinum ýmsu fisktegundum, kemur m.a. fram að Íslendingar elska ýsu öðrum fiskum fremur. Og kemur líklega fáum á óvart! Lesa nánar
Saltfiskur í fiskborði

Miklar framfarir í saltfiskvinnslu - 1.10.2007

Heildarnýting fyrir flattan fisk hefur aukist úr um 43% í 58%, með því að breyta og betrumbæta vinnsluferlana og nýta þær nýjungar sem komið hafa fram á síðustu árum.

Lesa nánar

Karfi á ís

Hvaðan og hvert - rannsóknir á rekjanleika - 26.9.2007

Í kjölfar alvarlegra áfalla sem matvælaiðnaðurinn varð fyrir í lok síðustu aldar, þá hefur verið unnið markvisst að því að tryggja rekjanleika matvæla þ.e. að upplýsingar sem verða til í ferlinu séu réttar og fylgi vörunni frá upphafi til enda.

Lesa nánar

Ufsahnakkar

Aukin verðmæti flakavinnslu - 13.9.2007

Það er að mörgu að hyggja þegar fiskpróteinum er sprautað í flök og flakabita til þess að auka nýtingu. Vinnsluaðferðin og gæði próteinanna geta haft mikil áhrif á geymsluþol og gæði afurðanna. Lesa nánar
© Jón Baldur Hlíðberg, www.fauna.is

Kítósan í baráttu gegn offitu - 4.9.2007

Kítósan er efni sem er unnið úr rækjuskel og hefur mest verið notað á fæðubótarmarkaði sem virkt innihaldsefni í megrunarlyf. Lesa nánar
Langalaxsíld

Í leit að nýjum tegundum - 30.8.2007

Mikið magn af miðsjávarfiskum finnst víða í úthafinu og við landgrunnskantana við Ísland sem og önnur lönd beggja vegna Atlantsála. Að undanförnu hafa nokkur útgerðarfyrirtæki sameinast um að kanna mögulegar veiðar á laxsíld og öðrum miðsjávartegundum. Lesa nánar
ísaður fiskur

Aukið verðmæti þorskafla - 28.8.2007

Eftir að fiskur hefur verið veiddur rýrnar hann um borð í fiskiskipum og tapar ferskleika. Þessi rýrnun minnkar vinnslumögleika og nýtingu á flökum fisksins. Lesa nánar
Ýsuhal

Flokkun fisks við veiðar - 23.8.2007

Sýnt hefur verið fram á að hægt er að ná allgóðum árangri í að aðskilja fisktegundur við veiðar með því að nota lagskipta botnvörpu.

Lesa nánar

Brimbútur

Sæbjúgun á markað í Kína - 13.8.2007

Um nokkurn tíma hefur verið í gangi tilraunavinnsla og veiðar á sæbjúgum. Það krefst mikillar vinnu og þolinmæði að þróa nýja vöru og koma henni á markað. AVS sjóðurinn hefur tekið þátt í þessari þróun með því að styrkja nokkur sæbjúgnaverkefni. Markaðs- og sölufyrirtækið ICP ehf í Reykjavík hefur unnið að sölu og markaðsetningu sæbjúgna að undanförnu. Lesa nánar
Þorskur í eldiskvíum

Erfðagreiningar á þorski - 17.7.2007

Prokaria, líftæknideild Matís (Matvælarannsókir Íslands) hefur tekist að þróa aðferð sem hægt er að nota til erfðagreiningar á þorski. AVS sjóðurinn hefur styrkt þetta verkefni undanfarin ár. Lesa nánar

header17


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica