Fréttir

Saltfiskur í bakka

Útvatnaðar saltfiskur í neytendapakkningum - 28.12.2006

Á undanförnum árum hafa komið á markað nýjar saltfiskafurðir, þar sem reynt hefur verið að koma til móts við breyttar kröfur neytenda, bæði hér á landi og í helstu markaðslöndum Íslendinga. Stuttur tími til undirbúnings og eldunar eru kröfur neytendans, og því var ráðist í það verkefni að kanna geymsluþol á þíddum útvötnuðum saltfiski í neytendapakkningum.

Lesa nánar

Leturhumar

Humareldi í Vestmannaeyjum - 5.12.2006

AVS styrkti smáverkefni sem hafði það að markmiði að kanna hvort fýsilegt sé að hefja eldi á leturhumri (Nephrops norvegicus) í ljósi tækniframfara í eldi á Evrópuhumri (Homarus gammarus) í Noregi. Niðurstaða verkefnisins er í stuttu máli að ekki er talinn grundvöllur fyrir eldi á leturhumri, en öðru máli gegnir með Evrópuhumarinn.

Lesa nánar

AVS logo

Umsóknafrestir og nýjar leiðbeingar - 28.11.2006

Á næstunni munu birtast auglýsingar frá AVS sjóðnum um umsóknafrestina á næsta ári. Miðað verður við sömu tímamörk og áður, þannig að aðalumsóknafresturinn er 1. febrúar 2007.

Lesa nánar

Þorskur

Lækkun fóðurkostnaðar í þorskeldi - 21.11.2006

Komið hefur í ljós í verkefni styrkt af AVS að lækka megi próteininnihald í fóðri hjá þorski þegar hann er orðin 3-500g að srærð. Almennt er talið að fóður sé um 40-60% af heildarframleiðslukostnaði í þorskeldi og prótein í fóðri er dýrasti hluti þess.

Lesa nánar

Arsyfirlit 2006

Sjávarútvegsráðherra kynnir starfsemi AVS - 14.11.2006

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hélt blaðamannafund í húsnæði Marorku hf í dag þar sem hann kynnti ársyfirlit AVS rannsóknasjóðsins fyrir árið 2006. Ætla má að AVS rannsóknasjóðurinn hafi frá upphafi stuðlað að nýsköpun og rannsókna- og þróunarstarfsemi fyrir um a.m.k. 1 ½ milljarð króna. Á blaðamannafundinum sagði sjávarútvegsráðherra nauðsynlegt að festa sjóðinn í sessi til lengri tíma. Hann hafi þjónað tilgangi sínum vel og verið rannsóknum og þróun í sjávarútveginum mikil lyftistöng.

Lesa nánar

Vinnsluspá - verkunarspá - 13.11.2006

Þann 3.október sl varði Runólfur Guðmundsson meistaraverkefni sitt, ,,Ákvarðanataka og bestun í sjávarútvegi”. Meistaraverkefni hans var hluti af öðru verkefni,,,Vinnsluspá þorskafla” sem styrkt er af AVS og Rannsóknasjóði Rannís. Markmiðið með meistaraverkefninu var að greina gögn sem safnað hefur verið sl. 5 ár um flakanýtingu, hringorma og los og sýna hvernig er hægt að nota þá þekkingu sem skapast hefur til að auka hagnað sjávarútvegsfyrirtækja. Lesa nánar

Breytingar á Fiskeldishópi AVS - 6.11.2006

Finnbogi Jónsson sem hefur verið formaður Fiskeldihóps AVS hættir og er honum þökkuð vel unnin störf. Kristján G. Jóakimsson tekur við formennsku Fiskeldishóps AVS og Jón Kjartan Jónsson kemur nýr inn í hópinn.

Lesa nánar
Bleikja

Bleikja skal það vera - 2.11.2006

Vel sótt bleikjuráðstefna var haldin föstudaginn 27. október s.l. Þar komu saman allir helstu framleiðendur bleikju og margir vísindamenn sem hafa lagt stund á rannsóknir sem tengjast eldi íslenskrar bleikju.

Lesa nánar

ísaður fiskur

Hvaða kæliaðferð er best? - 30.10.2006

Menn eru ekki alltaf á eitt sáttir um leiðir í vinnslu sjávarafurða og því er mikilvægt að mismunandi vinnsluaðferðir séu rannsakaðar á skipulegan máta svo hámarka megi verðmæti íslensks sjávarfangs. Álit framleiðenda á áhrifum ólíkra kæliaðferða eftir veiði á gæði og nýtingu saltfiskafurða hefur verið nokkuð mismunandi. Er þá fyrst og fremst átt við ísunaraðferðir, flöguís / vökva- eða krapaís.

Lesa nánar

Saltfiskur í bakka

Merkingaskylda fiskafurða - 24.10.2006

Í verkefninu "Notkun fiskpróteina í flakavinnslu" sem AVS-sjóðurinn styrkir er verið að rannsaka möguleika á að auka verðmæti í fiskvinnslu með því að nota unnin prótein eða fiskmassa sem náttúruleg hjálparefni. Markmiðið er að geta nýtt próteinafurðir til að auka nýtingu, gæði og tryggja stöðugleika fiskafurða sem eru mikilvægir þættir m.t.t. arðsemi og markaðsmöguleika. Það mun hafa í för með sér breytingar á framleiðslu afurða og einnig má gera ráð fyrir aukinni stýringu á efnainnihaldi og vinnsluferlum. Því er mikilvægt er að hafa haldbærar upplýsingar um merkingarskyldu og matvælalöggjöf hvað þessi mál varðar. Lesa nánar
bleikjuráðstefna

Bleikjuráðstefna 27. október n.k. - 19.10.2006

Bleikjan er að margra áliti sá fiskur sem best hentar til fiskeldis á Íslandi, en hún er vel aðlöguð að lífi á norðurslóðum og nær útbreiðsla hennar norðar ern nokkurrar annarrar ferskvatnsfisktegundar. Fjallað verður um bleikjuna á ráðstefnu föstudaginn 27. október n.k. þar sem stefnt er að því m.a. að gefa yfirlit yfir stöðu og framtíðaráform í bleikjueldi á Íslandi.

Lesa nánar

Birna Guðbjörnsdóttir

Lækkun þrifakostnaðar í fiskvinnslu - 17.10.2006

Nýlega lauk verkefni þar sem kannað var hvort mögulegt sé að nota minna af þvottaefnum við þrif á fiskvinnslubúnaði, en með sama árangri. Lækkun á styrk þvottaefna getur þýtt fjárhagslega hagræðingu fyrir fiskvinnslufyrirtækin og ekki síst umhverfisvænni vinnubrögð.

Lesa nánar

Lúðulirfur

Meira um forvarnir í fiskeldi - 10.10.2006

Nýlega lauk þeim hluta verkefnisins Forvarnir í fiskeldi sem sneri að flokkun baktería, tilraunum með bætibakteríur og próteinmengjarannsóknum (B-hluti verkefnisins) en þetta var tveggja ára verkefni sem styrkt var af AVS sjóðnum og Nora (Nordisk Atlantsamarbeide) 2004-2006.

Lesa nánar

Tilraunakví

Þorskseiðarannsóknir - 28.9.2006

Um áramótin 2005/2006 lauk viðmiklu verkefni Samanburðar á eldi villtra þorskseiða og eldisseiða í landeldi á Nauteyri við Ísafjarðadjúp og áframeldi í kvíum á Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp” sem var samstarfsverkefni Stofnfisks hf., Hraðfrystihússins Gunnvarar, Útibús Hafrannsóknastofnunarinnar á Ísafirði og Háafells ehf.

Lesa nánar

Kort

Ákvarðanataka og bestun í sjávarútvegi - 27.9.2006

Runólfur Guðmundsson mun þriðjudaginn 3.október nk. kl. 13.45 verja meistaraverkefni sitt, ,,Ákvarðanataka og bestun í sjávarútvegi”. Vörnin fer fram í húsnæði Verkfræðideildar Háskóla Íslands (VRII), Hjarðarhaga 6, stofu V-158. Meistaraverkefnið er hluti af verkefninu ,,Vinnsluspá þorskafla” sem styrkt hefur verið af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi og Rannsóknasjóði Rannís. Lesa nánar
Marel robot

Notkun róbóta í fiskvinnslu - 18.9.2006

Róbótar (vélmenni) hafa lengi verið notaðir í bíla- og raftækjaiðnaði, en aðrar greinar hafa verið lengur að nýta sér þessa tækni. Í fiskiðnaði hefur tæknin þó smá saman verið ryðja sér til rúms á síðustu áratugum, t.d. í formi ýmissa roðfletti- og skurðarvéla. Nú vinnur fyrirtækið Marel að þróa nýja róbóta til notkunar í fiskvinnslu, tæki sem mun geta fært einstök fersk fiskstykki á milli t.d. færibanda. Lesa nánar
Logi Fiskiri

Borðum meiri fisk - 13.9.2006

Íslendingar eru á meðal mestu fiskneysluþjóða í heimi og tengja það oft langlífi og góðu heilsufari þjóðarinnar almennt, en nú eru vissar blikur á lofti í þeim efnum, enda hefur fiskneysla, sérstaklega ungs fólks dregist verulega saman á undanförnum árum. AVS hefur styrkt verkefni þar sem markmiðið er að kanna viðhorf ungs fólks til fiskneyslu.

Lesa nánar

Tilraunir með fiskiskilju

Fiskiskilja í flotvörpu - 12.9.2006

Kolmunnaafli íslendinga hefur aukist umtalsvert frá árinu 1997, en fyrir þann tíma er varla hægt að segja að þær hafi verið stundaðar. Fljótlega fór að bera á að bolfiskur (þorskur og ufsi) kæmi með í farmi kolmunnaveiðiskipa. Þegar athuganir voru gerðar á magni þessa meðafla kom í ljós að það var oft töluvert. Þessi meðafli er oft verðmætari en kolmunni en lendir þó engu að síður í bræðslu þar sem hann er ekki skilinn frá. Vegna þessa var veiðisvæðum lokað þar sem mikið bar á meðafla og kolmunnaskipum er gert skylt að gera grein fyrir magni meðafla í farmi og færa til kvóta. Lesa nánar
Árni Friðriksson

Orkustjórnunarkerfi - 8.9.2006

Marorka er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í orkustjórnun og rannsóknum á sviði orkumála. Fyrirtækið framleiðir orkustjórnunarkerfi og veitir ráðgjöf vegna hönnunar orkukerfa skipa og orkustjórnunar um borð í þeim. Undanfarin ár hefur AVS stutt ötullega við bakið á Marorku við þróun á orkustjórnunarkerfinu Maren.

Lesa nánar

Thari

Þari til matar - 24.8.2006

Íslendingar notuðu í gegnum aldirnar þara til matar, mest til að drýgja mjöl og í stað mjöls og sú saga var býsna lífsseig hér á landi að með neyslu þara hafi þeir unnið bug á einum alvarlegasta vaneldissjúkdómi sem á landann herjaði, skyrbjúg. Af þessari arfleifð, þ.e. þaraáti, tíðkast aðeins sölvaát í dag. Þari er því vannýtt auðlind við Ísland, en það kann að vera að breytast, m.a. vegna verkefnis sem AVS styrkti. Lesa nánar

header11


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica