Fréttir
  • 1 februar 2006
    Unsóknafrestur rannsóknaverkefna

Tímabært að sækja um

30.12.2005

Vonandi hafa sem flestir orðið varir við auglýsingar frá AVS sjóðnum varðandi fresti til að sækja um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna og þorskkvóta til áframeldis. Allar upplýsingar um styrki og hvernig standa skuli að umsóknum eru að finna á heimasíðu AVS og er mjög mikilvægt að allir fylgi þeim leiðbeiningum sem þar eru að finna.

 

 

 

Um er að ræða þrjár mismunandi auglýsingar sem hafa verið að birtast á undanförnum vikum.

  1. Þorskkvóti til áframeldis, frestur til að sækja um rennur út 23. janúar nk.
  2. Frestur til að sækja um styrk í AVS rannsóknasjóð rennur út 1. febrúar nk.
  3. AVS hefur einnig séð um að taka á móti umsóknum í “líftækninet í auðlindanýtingu” og er sami frestur þar og hjá AVS rannsóknasjóði.

 

Heimilt er að skila inn rafrænum umsóknum fram að miðnætti þann dag sem frestur rennur út og setja síðan að öllu leyti eins umsókn undirritaða í póst næsta dag.

Ef einhverjar spurningar vakna þá geta umsækjendur haft samband og leitað upplýsinga.

Til ráðstöfunar á árinu 2006 hefur AVS um 230 milljónir kr., þar af eru tæpar 20 milljónir kr ætlaðar fiskeldisverkefnum eingöngu. Nokkur verkefni frá fyrri starfsárum sjóðsins eru verkefni til 2-3 ára og má því búast við að sótt verði um aftur vegna þeirra. Ef framvinda þessara verkefna er í samræmi við áætlanir þá má búast við að um helmingur af ráðstöfunarfé ársins 2006 fari til að styrkja þau verkefni áfram.

Líftækninet í auðlindanýtingu hefur til ráðstöfunar árið 2006 um 20 milljónir kr.

 

AVS rannsóknasjóðurinn óskar öllum samstarfsaðilum gleðilegs árs með von um að árið 2006 verði farsælt AVS ár þar sem öflugt starf í verkefnum styrktum af AVS muni skila auknum verðmætum sjávarfangs.Til baka Senda grein

header18


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica