Fréttir
  • Fiskimjöl í sekkjum
    Fiskimjöl í sekkjum

Hraðvirkar örverumælingar

15.12.2005

Örverumælingar samkvæmt hefðbundnum aðferðum krefjast nokkurs biðtíma meðan verið er að rækta örverur á sérhæfðum ætum yfirleitt 3-4 daga og jafnvel lengur. Það væri mikill kostur fyrir allan matvælaiðnað og sérstaklega fiskiðnað þar sem verið er að selja ferskan fisk með mjög takmarkað geymsluþol að fá aðferðir sem gætu gefið svör um örverumengun á styttri tíma.

AVS styrkti forverkefni þar sem kanna átti möguleika þess að nota tækni sem nefnist “Real-Time PCR” til þess að greina mengun sýna á mun skemmri tíma. Ætlunin var að vinna með nokkrar mismunandi bakteríur, en til þess að gera verkefnið markvissara var brugðið á það ráð að vinna eingöngu með Salmonellu og kanna hvort þessi aðferð gæti nýst til að greina bakteríuna í menguðu fiskimjöli.

Án þess að fara út í tæknilega lýsingu á PCR aðferðinni þá er verið að vinna með og greina erfðaefni bakteríunnar, hvort það sé til staðar í ákveðnu sýni eða ekki. Aðferðin býður upp á mun styttri svörunartíma auk þess sem þróuð aðferð krefst ekki eins mikillar sérþékkingar. Með “RT-PCR” er verið að beita sambærilegri aðferð á allar gerðir baktería og því miklir möguleikar á að koma upp sjálfvirkum greiningarbúnaði.

Tilgangur AVS verkefnisins var að auka greiningarmátt á Salmonellu í fiskimjöli, kjúklingaskinni og saursýnum með “Real-Time PCR. Niðurstöður þessa verkefnis munu nýtast til uppsetningar á aðferðum til þess að greina aðra sýkla og skemmdarörverur sem eru mikilvægar í framleiðslu fiskafurða.

LinuritNiðurstöður verkefnisins eru að hraðvirkar örverumælingar með notkun “RT-PCR” aðferðarinnar er vissulega raunhæfur kostur fyrir íslenskan fiskiðnað og annan matvælaiðnað, þar sem sýnt var fram á að mögulegt er að stytta greiningu úr 3-4 dögum í einn sólarhring. Næstu skref er að koma upp samskonar aðferðum til greiningar á öðrum sýklum og skemmdarörverum og vinna að því að gera þessar mælingar aðgengilegar fyrir íslenskan fiskiðnað.

Verkfnisstjórinn Eyjólfur Reynisson hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins vann þetta verkefni að stórum hluta hjá Danmarks Fødevareforskning í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar og er verkefnið hluti af doktorsnámi hans. Eyjólfur hefur skrifað og fengið samþykkta vísindagrein í tímaritið Journal of Microbiological Methods. Auk þess hefur Eyjólfur haldið fyrirlestur um verkefnið á Food Safety in a Europian Perspective Campyfood project meeting 7-8 desember s.l. og birt veggspjald á MED-VED-NED 1st Scientific meeting 29. júní – 1. júlí 2005.Til baka Senda grein

header5


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica