Fréttir
  • Sæbjúga
    Íslenskt sæbjúga

Sæbjúgu – Gingsen hafsins

13.12.2005

Við strendur Íslands er fjölbreytt lífríki, sem einungis er nýtt að litlum hluta, og margar tegundir þar að finna sem Íslendingum finnst fráleitt að leggja sér til munns. En í Asíu er flest það sem úr hafinu kemur borðað og margt af því sem Íslendingum býður við hreint lostæti að mati Asíubúa. Ein þessara tegunda er sæbjúga og hefur AVS styrkt verkefni sem stuðlar að nýtingu og vinnslu þessarar tegundar.

Neysla sæbjúgna er að mestu bundin við Asíu og eru það aðallega Kínverjar sem neyta þeirra. Eins og oft er með sérkennileg matvæli þá eru sæbjúgu talin hafa ýmis jákvæð áhrif á heilsu manna. Íslensk sæbjúgu eru ekki þekkt á markaði og því mikilvægt að geta sýnt fram á að sæbjúgu veidd við Ísland séu ekki eftirbátar annarra sæbjúgna á markaðnum þegar kemur að innihaldi lífvirkra efna. Því styrkti AVS verkefni sem unnið var á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins til að setja upp mælingar á tveimur efnum sem talin eru vera ábyrg fyrir þessum jákvæðu áhrifum sem sæbjúgu geta haft á heilsu manna.

Efnin sem um ræðir eru Saponin oft nefnt Gingsen hafsins og Kondróitín súlfat. Með mælingunum var sýnt fram á að íslensku sæbjúgun standast fyllilega samaburð við erlend sæbjúgu og hefur því tekist að selja alla innlendu framleiðsluna án vandkvæða.

Margrét Geirsdóttir verkefnisstjóri verkefnisins hefur skilað skýrslu um verkefnið sem hægt er að nálgast hér.Til baka Senda grein

header10


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica