Fréttir
  • Rakamælir fyrir fiskimjöl
    Rakamælir Intelscan
    Mælir raka í fiskimjöli eftir þurrkara

Mælir raka í fiskimjöli

3.11.2005

Intelscan örbylgjutækni ehf fékk styrk frá AVS sjóðnum til að markaðssetja rakamælitæki fyrir fiskimjöl. Mælitækið mælir rakastig mjölsins samstundis og án nokkurrar snertingar, sem gerir framleiðendum fiskimjöls kleift að hafa mun betri stjórn á rakainnihaldi mjölsins.

Mælitæki hefur verið sett upp hjá Síldarvinnslunni á Neskaupstað og er þar í notkun, staðsetning tækisins er aftan við þurrkarann, þannig að mun auðveldara er að fylgjast og stýra rakastigi mjölsins. Tækið getur nýst til að hafa eftirlit meða rakastigi í ýmsum öðrum afurðum en fiskimjöli.

Markmið verkefnisins, sem fékk styrk frá AVS var að undirbúa markaðssetningu á mælitækinu fyrir fiskimjöl. En það er ekki nóg að hanna gott tæki það þarf líka að koma því þann búning að markaðurinn taki við því. Mikilvægt er að afla vottunar, útbúa góðar leiðbeiningar og gott kynningarefni. Heimasíða fyrirtækisins er www.intelscan.is og má þar nálgast nánari upplýsingar um starfsemi og árangur fyrirtækisins.

Styrkur AVS nýttist vel til þess að kynna rakamælitækið og undirbúa markaðssókn fyrirtækisins. Áhugi nokkurra tækjaframleiðenda hefur verið vakinn og unnið er að því að semja við þá um frekari markaðssetningu á mælitækinu

Til baka Senda grein

header14


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica