Fréttir
  • Staður í Grindavík
    Staður í Grindavík
    Tiraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar

Stöðugar framfarir í framleiðslu þorskseiða.

18.10.2005

Hjá Hafrannsóknastofnun á Stað við Grindavík er unnið að því að framleiða þorskseiði til aleldis í sjókvíum. AVS hefur styrkt verkefnið og undanfarin þrjú ár hefur framleiðslan verið í kringum 200 þúsund seiði á ári. Með uppskölun á núverandi framleiðni væri hægt að framleiða 6 milljónir seiða á ári í einni 5.000 m2 eldisstöð en það er efniviður í meira en 20 þúsund tonn af þorski.

Framleiðsla þorskseiða hjá Hafrannsóknastofnun er hluti af kynbótaverkefni IceCod ehf, sem er í eigu Hafrannsóknastofnunar, Stofnfisks hf, Fiskeyjar ehf og Þorsks á þurru landi ehf. Undanfarin þrjú ár hefur framleiðslan verið í kringum 200 þúsund seiði á ári og helstu kaupendur hafa verið Salar Islandica á Berufirði, Síldarvinnslan á Neskaupsstað og Háafell á Nauteyri við Ísafjörð.

Flokkun og talning

Mynd: Flokkun seiða í Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar á Stað í Grindavík

Á Stað hafa verið framleidd þorskseiði á hverju ári síðan 1994 en með tilkomu viðbyggingar árið 2003 margfaldaðist framleiðslan. Vaxtargeta seiðanna hefur síðan aukist með hverjum árgangi og er nú orðin talsvert meiri en hjá villtum aleldisseiðum. Búist má við því að 2005-árgangurinn muni ná 4 kg sláturstærð á tveimur og hálfu ári frá klaki í sjókvíum á Austfjörðum og Vestfjörðum. Á næsta ári má búast við enn hraðvaxnari árgangi en þá er von á fyrstu kynslóð kynbættra seiða. Aukinn vaxtarhraði mun skila sér beint í lægri framleiðslukostnaði eldisfyrirtækja og auka líkurnar á því að eldið skili viðunandi arðsemi.

Stöðugar framfarir hafa orðið í seiðaframleiðslunni á Stað og breytilegur framleiðslukostnaður hefur lækkað mikið á síðustu árum. Með uppskölun á núverandi framleiðni væri hægt að framleiða 6 milljónir seiða á ári í einni 5.000 m2 eldisstöð en það er efniviður í meira en 20 þúsund tonn af þorski. Það mun þó væntanlega ráðast af arðsemi eldisfyrirtækja hvort og hvenær verði ráðist í það að reisa slíka eldisstöð á Íslandi.

Verkefnisstjóri verkefnisins er Agnar Steinarsson hjá Tilraunaeildisstöð Hafrannsóknastofnunar

Ítarefni:

Fyrirlestur á "Cod Farming in Nordic Countries": http://www.fiskeldi.is/codfarm/pdf/1agnar.pdf

Til baka Senda grein

header13


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica