Fréttir
  • Þorskar í kari
    Þorskar í kari
    Ljósm. Ragnar Th. Sigurðsson

Náttúruleg örverudrepandi efni úr fiskum

11.10.2005

Meðal verkefna sem AVS styrkti árið 2003 var verkefnið náttúruleg örverudrepandi efni úr fiskum. Markmið þessa verkefnis var að einangra og greina efni úr ýmsum líffærum þorsks sem gætu haft bakteríudrepandi virkni. Einnig er stefnt að því að þróa aðferðir til nýtingar þessara efna í fiskeldi til að koma í veg fyrir sýkingar.

Mikilvægi bakteríudrepandi peptíða í yfirborðsónæmi hefur á síðustu árum komið skýrt í ljós. Rannsóknir á þessu kerfi í fiskum hefur verið mjög takmarkaður. Sýnt hefur verið fram á að mörg bakteríudrepandi efni eru til staðar í þorskaslími. Sum þessara efna hafa verið hreinsuð og skilgreind. Ítarlegri rannsóknir þarf til að staðfesta hlutverk þeirra í ónæmiskerfi fiska. Settar hafa verið upp sameindalíffræðilegar aðferðir fyrir einangrun cathelín gena, sem geyma upplýsingar um bakteríudrepandi peptíð í fiskum. Cathelín gen í spendýrum hefur verið sérsvið rannsóknahópsins í lengri tíma og mikilvægi þessara gena í ónæmiskerfi spendýra, þar með talið manna, hafa verið staðfest af þessum rannsóknahópi. Verkefnið hefur verið unnið í samstarfi við vísindamenn á Karolinska Institutet í Stokkhólmi og hefur grein um niðurstöðurnar verið birt í The FEBS journal nú á haustdögum. Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor við HÍ, verkefnisstjóri verkefnisins gerir ráð fyrir framhaldsrannsóknum sem gætu nýst til að verjast sýkingum í fiskeldi.

Birt hefur verið greinin: “Isolation and identification of antimicrobial components from the epidermal mucus of Atlantic cod (Gadus morhua)” í FEBS Journal Volume 272 Issue 19 Page 4960 - October 2005


Greinina má nálgast með því að nýta sér landsaðgang í gegnum www.hvar.is (Synergy)


Til baka Senda grein

header13


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica