Fréttir

Lífvirk efni í íslensku sjávarfangi

12.9.2005

AVS styrkti verkefni til að taka saman upplýsingar um lífvirkni í íslensku sjávarfangi, með það að markmiði að kanna möguleika á vinnslu og sölu markfæðis og lífvirkra efna.

Verkefnisstjórinn Helga Gunnlaugsdóttir hefur nú skilað inn skýrslum þar sem teknar eru saman upplýsingar um erlendar og innlendar rannsóknir um lífvirk efnasambönd sem finnast í hefðbundnum sjávarafla. Skýrslurnar fjalla einnig um mögulega markaði slíkra afurða.


Lífvirk efni eru skilgreind sem efni er geta haft heilsbætandi áhrif. Markfæði (functional foods) verður að innihalda ákveðna lífvirkni sem hafa heilsubætandi áhrif eða æskilega virkni umfram hefðbundin næringarefni. Framleiðsla og sala á markfæði og fæðubótarefnum byggir á því að hægt sé að fullyrða að viðkomandi fæða eða efnisþáttur í fæðu hafi jákvæð áhrif á heilsu eða dragi úr áhættu á ákveðnum sjúkdómum.

Sæbjúga

Íslenskt sæbjúga, en AVS hefur styrkt verkefni til að kanna innihald lífvirkra efna í íslenskum sæbjúgum sjá nánar frétt frá 1. mars 2005

Hægt er að nálgast skýrslurnar hér:

“Lífvirk efni í íslensku sjávarfangi – samantekt”

“Lífvirk efni úr íslensku sjávarfangi – yfirlitsskýrsla”

Einnig má benda á aðra skýrslu sem hefur verið unnin í öðru verkefni sem AVS styrkti, “Möguleikar á vinnslu lífvirkra efna úr sjávarlífverum á Íslandi” en verkefnisstjórar beggja þessara verkefna höfðu náið samstarf við söfnum upplýsinga.

Skýrslu þess verkefnis má nálgast hér: “Lífvirk efni í íslenskum sjávarlífverum”Til baka Senda grein

header3


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica