Fréttir
  • Pökkunarlína
    Pokkunarlina

Geymsluþol ferskra flaka lengist til muna

24.8.2005

Skaginn hf á Akranesi og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins fengu styrki úr AVS og Rannsóknasjóði til að gera rannsóknir á afurðum unnum á nýrri vinnslulínu sem Skaginn hf hefur þróað og smíðað.

Nýja vinnslulínan er frábrugðin öðrum vinnslulínum að flestu leyti, en þó er ein athyglisverðasta breytingin sú að eftir flökun þá eru flökin kæld fyrir roðflettingu. Það gerir það að verkum að flökin standast mun betur álagið sem á sér stað í roðflettivélum og mun minna verður um los í flökunum. Það er þó ekki eini ávinningurinn heldur eru flökin kæld og halda lágu hitastigi í gegnum vinnsluna, sem leiðir til þess að geymsluþol ferskra flaka eykst töluvert.

Ysuflak eftir hefðbundna roðflettingu

Ýsuflak eftir hefðbundna roðflettingu

Ýsuflak eftir roðkælingu og roðflettingu

Ýsuflak eftir roðkælingu og roðflettingu

Rf gerði einnig úttekt á hönnun línunnar með tilliti til þrifa. Við hönnun og smíði nýrra vinnslulína er tekið fullt tillit til ábendinga Rf, sem gerir vinnslulínuna mun betri með tilliti til hreinlætis.

Allir þessir þættir og fleiri gera það að verkum að fersk flök sem unnin eru á þessari nýju vinnslulínu frá Skaganum hf hafa lengra geymsluþol en flök sem unnin voru á línum sem notaðar voru áður en roðkælilínan var tekin í notkun.

Sjá nánar fréttatilkynningu verkefnisstjóra.

Sjá skýrslur: Áhrif roðkælingar á gæði fiskflaka og Áhrif roðkælingar á gæði fiskflaka Map-pökkuð og þídd

Til baka Senda grein

header4


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica