Fréttir
  • Þorskeldiskvíar
    Eldiskviar

Rf á Ísafirði með stórt þorskeldisverkefni í undirbúningi

19.8.2005

AVS styrkti undirbúningsverkefni hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á Ísafirði, þar sem unnið var að því að undirbúa viðamiklar rannsóknir á áhrifum ljóslotu á stjórnun kynþroska hjá þorski.

Þorleifur Ágústsson, verkefnisstjóri hjá Rf á Ísafirði vann að því að kalla til helstu sérfræðinga hérlendis og erlendis í fiskeldi til að starfa saman að lausn ótímabærs kynþroska hjá þorski í eldi. Nú er verið að leggja lokahönd á umsókn til Evrópusambandsins og eru samstarfsaðilarnir frá Íslandi, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi.

Aðstaða sú sem Rf í samstarfi við Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. hefur komið upp fyrir Vestan mun verða þungamiðjan í þessum rannsóknum, sem er góð viðbót við þær þorskeldistilraunir sem hafa verið unnar á Vestfjörðum.

Ljóslotustýringar gætu haft mikil áhrif á vöxt fiska og þar með á arðsemi þorskeldis ef til tekst eins og stefnt er að þ.e.a. seinka eða hindra kynþroska.

Einn samstarfsaðilinn í verkefninu mun leggja til ljósabúnaðinn http://www.intravision.no

Myndin með fréttinni sýnir 8 rannsóknasjókvíar - staðsettar við Súðavík í Álftafirði við Ísafjarðardjúp.

Til baka Senda grein

header20


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica