Fréttir
  • Kynning i Malasiu
    4_Promotion_Triton_Sheraton

Íslenskt sjávarfang kynnt í Malasíu

11.8.2005

Útflutningsfyrirtækið Triton ehf fékk styrk frá AVS til að kynna íslenskt sjávarfang í Kuala Lumpur í Malasíu. Boðið var til veislu á Sheraton hóteli þar í borg og kom fjöldi manns til að kynna sér og bragða á þeim afurðum sem voru á boðstólunum þessa 10 daga sem kynningin stóð yfir.

Sverrir Þór Halldórsson, matreiðslumeistari sá um alla matseld á meðan á kynningunni stóð og útbjó hann um 80 mismunandi rétti úr íslensku sjávarfangi. Fjöldi kollega Sverris af öðrum hótelum og matreiðslustöðum kynntu sér það sem boðið var upp á. Réttirnir voru afar fjölbreyttir og margir lagaðir að hætti innfæddra. Kynningin vakti mikla og jákvæða athygli og fékk töluverða umfjöllun í þarlendum fjölmiðlum, og þegar hafa fleiri hótel leitað eftir því við Örn Erlendsson forstjóra Tritons að fá svipaða kynningu og er stefnt að því að næsta kynning verði í september n.k.

Raedismenn Islands og Malasiu

Á myndinni hér fyrir ofan eru t.v. Örn Erlendsson, forstjóri Tritons ehf og ræðismaður Malasíu á Íslandi og t.h. Peter Eichenberger, ræðismaður Íslands í Malasíu, við opnun kynningarinnar.

Til baka Senda grein

header10


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica