Fréttir

1 februar 2006

Tímabært að sækja um - 30.12.2005

Vonandi hafa sem flestir orðið varir við auglýsingar frá AVS sjóðnum varðandi fresti til að sækja um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna og þorskkvóta til áframeldis. Allar upplýsingar um styrki og hvernig standa skuli að umsóknum eru að finna á heimasíðu AVS og er mjög mikilvægt að allir fylgi þeim leiðbeiningum sem þar eru að finna.

Lesa nánar

Fiskimjöl í sekkjum

Hraðvirkar örverumælingar - 15.12.2005

Örverumælingar samkvæmt hefðbundnum aðferðum krefjast nokkurs biðtíma meðan verið er að rækta örverur á sérhæfðum ætum yfirleitt 3-4 daga og jafnvel lengur. Það væri mikill kostur fyrir allan matvælaiðnað og sérstaklega fiskiðnað þar sem verið er að selja ferskan fisk með mjög takmarkað geymsluþol að fá aðferðir sem gætu gefið svör um örverumengun á styttri tíma.

Lesa nánar

Sæbjúga

Sæbjúgu – Gingsen hafsins - 13.12.2005

Við strendur Íslands er fjölbreytt lífríki, sem einungis er nýtt að litlum hluta, og margar tegundir þar að finna sem Íslendingum finnst fráleitt að leggja sér til munns. En í Asíu er flest það sem úr hafinu kemur borðað og margt af því sem Íslendingum býður við hreint lostæti að mati Asíubúa. Ein þessara tegunda er sæbjúga og hefur AVS styrkt verkefni sem stuðlar að nýtingu og vinnslu þessarar tegundar.

Lesa nánar

Sjavautvegsradherra

Sjávarútvegsráðherra kynnir starfsemi AVS - 29.11.2005

Sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson hélt blaðamannafund í dag og var hann haldinn í HB-Granda á Grandagarði. Einar kynnti starfsemi sjóðsins á árinu 2005 og fór yfir helstu tölur í starfsemi sjóðsins síðastliðin þrjú ár. Einar vakti athygli á þeim mikla krafti sem AVS sjóðurinn hefur leyst úr læðingi á sviði rannsókna og þróunar í íslenskum sjávarútvegi.

Lesa nánar

Igulkerjahrogn

Bætt vinnslutækni skilar hærri verðum fyrir ígulkerjahrogn - 21.11.2005

Fyrirtækið Gullker ehf í Stykkishólmi fékk stuðning frá AVS til að kanna hvort markaður væri fyrir íslensk ígulkerjahrogn í Bandaríkjunum og hvort Japansmarkaður hefði breyst frá því að hann hrundi fyrir um 15 árum síðan.

Lesa nánar

Thorskur

Þorskkvóti til áframeldis - 16.11.2005

Innan skamms verður auglýst eftir umsóknum í aflaheimildir til áframeldis á þorski. Umsóknum þarf að skila til sjóðsins í síðasta lagi 23. janúar 2006. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað verður kvóta til áframeldis.

Lesa nánar

Rakamælir fyrir fiskimjöl

Mælir raka í fiskimjöli - 3.11.2005

Intelscan örbylgjutækni ehf fékk styrk frá AVS sjóðnum til að markaðssetja rakamælitæki fyrir fiskimjöl. Mælitækið mælir rakastig mjölsins samstundis og án nokkurrar snertingar, sem gerir framleiðendum fiskimjöls kleift að hafa mun betri stjórn á rakainnihaldi mjölsins.

Lesa nánar

Ormaleit

Vinnsluspá - 19.10.2005

Sveinn Margeirsson, doktorsnemi við Háskóla Íslands og starfsmaður Rannóknastofnunar fiskiðnaðarins hefur verið að vinna í tveimur AVS verkefnum sem miða að því að tengja saman þætti sem hafa áhrif á vinnslunýtingu þorsks við uppruna afla. Sveinn kynnti nýlega doktorsverkefni sitt ,,Vinnsluspá þorskafla fyrir stjórnendum samstarfsfyrirtækjanna. Verkefnið felur í sér rannsóknar- og þróunarvinnu sem hefur það langtímamarkmið að auka arðsemi þorskvinnslu.

Lesa nánar

Staður í Grindavík

Stöðugar framfarir í framleiðslu þorskseiða. - 18.10.2005

Hjá Hafrannsóknastofnun á Stað við Grindavík er unnið að því að framleiða þorskseiði til aleldis í sjókvíum. AVS hefur styrkt verkefnið og undanfarin þrjú ár hefur framleiðslan verið í kringum 200 þúsund seiði á ári. Með uppskölun á núverandi framleiðni væri hægt að framleiða 6 milljónir seiða á ári í einni 5.000 m2 eldisstöð en það er efniviður í meira en 20 þúsund tonn af þorski.

Lesa nánar

Þorskar í kari

Náttúruleg örverudrepandi efni úr fiskum - 11.10.2005

Meðal verkefna sem AVS styrkti árið 2003 var verkefnið náttúruleg örverudrepandi efni úr fiskum. Markmið þessa verkefnis var að einangra og greina efni úr ýmsum líffærum þorsks sem gætu haft bakteríudrepandi virkni. Einnig er stefnt að því að þróa aðferðir til nýtingar þessara efna í fiskeldi til að koma í veg fyrir sýkingar.

Lesa nánar

Margrét Bragadóttir

Loðnulýsi í salatsósuna - 3.10.2005

Að undanförnu hefur Margrét Bragadóttir matvælafræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins unnið að því að kanna mögulega notkun á loðnulýsi til manneldis. Verkefnið var fjármagnað af AVS og Rf. Margrét kynnti niðurstöður sínar nýverið á ráðstefnu WEFTA ( West European Fish Technologists Assosiation) í Antwerpen í Belgíu.

Lesa nánar

Lúðuseiði

Lengi býr að fyrstu gerð - 28.9.2005

Forvarnir í fiskeldi er eitt af stóru verkefnunum sem AVS rannsóknasjóðurinn hefur styrkt. Meginmarkmið verkefnisins er að auka lifun hrogna og lirfa í eldi þorsks og lúðu. Mikilvægt er að þekkja jákvæða og neikvæða líf- og efnafræðilega þætti í eldinu svo mögulegt sé að hafa jákvæð áhrif á afkomu lifra.

Lesa nánar

Lífvirk efni í íslensku sjávarfangi - 12.9.2005

AVS styrkti verkefni til að taka saman upplýsingar um lífvirkni í íslensku sjávarfangi, með það að markmiði að kanna möguleika á vinnslu og sölu markfæðis og lífvirkra efna.

Lesa nánar

Samvalstæki í HB Granda

Prófanir á sjálfvirkri pökkun á ferskum fiskflökum og bitum ganga vel - 30.8.2005

HB Grandi hf og Valka ehf hafa frá í byrjun desember á síðasta ári unnið að þróun á tækjabúnaði til að pakka sjálfvirkt ferskum flökum og flakabitum í pakkningar af fastri þyngd með lágmarks yfirvigt en verkefnið hefur verið stutt af AVS-sjóðnum.

Lesa nánar

Pökkunarlína

Geymsluþol ferskra flaka lengist til muna - 24.8.2005

Skaginn hf á Akranesi og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins fengu styrki úr AVS og Rannsóknasjóði til að gera rannsóknir á afurðum unnum á nýrri vinnslulínu sem Skaginn hf hefur þróað og smíðað.

Lesa nánar

Þorskeldiskvíar

Rf á Ísafirði með stórt þorskeldisverkefni í undirbúningi - 19.8.2005

AVS styrkti undirbúningsverkefni hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á Ísafirði, þar sem unnið var að því að undirbúa viðamiklar rannsóknir á áhrifum ljóslotu á stjórnun kynþroska hjá þorski. Lesa nánar
Kynning i Malasiu

Íslenskt sjávarfang kynnt í Malasíu - 11.8.2005

Útflutningsfyrirtækið Triton ehf fékk styrk frá AVS til að kynna íslenskt sjávarfang í Kuala Lumpur í Malasíu. Boðið var til veislu á Sheraton hóteli þar í borg og kom fjöldi manns til að kynna sér og bragða á þeim afurðum sem voru á boðstólunum þessa 10 daga sem kynningin stóð yfir.

Lesa nánar

Starfsmenn Isagns

Ný beituframleiðsluvél - 5.8.2005

Fyrirtækið Ísagn ehf. á Akranesi fékk styrk frá AVS rannsóknasjóðnum til að þróa og smíða nýja gerð af beituframleiðsluvél. Lokið hefur verið við smíði frumgerðar vélarinnar og var hún gangsett með viðhöfn í þann 4. ágúst sl. Impra styrkti þetta verkefni einnig og er þetta í fyrsta sinn sem AVS og Impra taka höndum saman og styrkja verkefni í sameiningu.

Lesa nánar

Kræklingar

Kræklingaræktendur vinna saman að rannsóknum og þróun. - 3.6.2005

Í lok árs 2003 fengu Samtök íslenskra kræklingaræktenda (SÍK) styrk frá AVS til að vinna að ýmsum þróunarverkefnum varðandi kræklingrækt. Megin markmið verkefnisins var að ná tökum á uppskeru og vinnslu kræklings, sem er ræktaður við strendur Íslands.

Lesa nánar

Þorskeldisráðstefna 6-8 september 2005 - 23.5.2005

Dagana 6. til 8. september 2005 verður haldin ráðstefna um þorskeldi á vegum norræns þorskeldishóps og Fiskeldishóps AVS. Lesa nánar

header5


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica