Fréttir
  • Steinbítskinnar
    Steinbitskinnar

Steinbítskinnar

28.12.2004

Í Odda hf á Petreksfirði hefur verið unnið markvisst að því að nýta sem allra best þann afla sem kemur að landi og þeir í Odda hafa lengi verið ötulir við að vinna steinbít þegar hann gefst. Síðastliðin tvö ár hafa þeir unnið að tilraunum með vinnslu á kinnfiski úr steinbítshausum.

Kinnfiskurinn er herramannsmatur en það hefur lengi þótt mikil fyrirhöfn að ná kinnfiskinum roðlausum og beinlausum af hausnum, en það er það form sem kaupendur vilja sjá ásamt því að fiskurinn sé stærðarflokkaður. Oddamenn hafa náð góðum tökum á þessari vinnslu og hefur þeim gengið vel að koma þessari afurð á markað. Send hafa verið sýni víða og hafa þau fengið góðar viðtökur jafnt á hefðbundnum steinbítsmörkuðum sem óhefðbundnum og í raun væri hægt að selja meira magn en framleitt er í dag. AVS rannsóknasjóðurinn styrkti þetta verkefni og fyrir þá sem vilja kynna sér þessa nýju afurð er bent á að hafa samband við Skjöld Pálmason framleiðslustjóra hjá Odda hf. www.oddihf.isTil baka Senda grein

header15


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica