Fréttir

Umsóknafrestir AVS

20.12.2004

Nú hefur verið auglýst eftir nýjum umsóknum í AVS rannsóknasjóðinn, eins og sjá má hér á heimasíðunni með því að smella á Umsóknir hér til hliðar, þá er um þrenns konar umsóknir að ræða.

Í fyrsta lagi er þeim sem hafa í huga að sækja um þorskkvóta til áframeldis bent á að frestur til að skila inn umsóknum er 10. janúar n.k.

Í öðru lagi þá er frestur til að skila inn umsóknum í stærri verkefni 1. febrúar n.k. Þessi frestur er fyrst og fremst hugsaður fyrir verkefni sem eru t.d. til lengri tíma en eins árs eða þar sem óskað er eftir hærri styrk en 1 milljón.

Í þriðja lagi er rétt að benda á að þessi frestur á ekki við um smáverkefni eða forverkefni, varðandi slík verkefni er enginn tiltekinn skilafrestur og er tekið á móti umsóknum allt árið.Til baka Senda grein

header7


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica