Fréttir
  • Sandskel
    Sandskel úr Brynjudalsvogi

Í leit að sandskel

10.12.2004

Verkefninu, “Frumathugun á útbreiðslu og þéttleika sandskeljar (Mya arenaria) við suðvestur- og vesturströnd Íslands” er nú lokið.

Sandskel (sjá mynd) hefur lítið sem ekkert verið nýtt til matar hér á landi en hefð er fyrir veiðum og neyslu sandskeljar víðsvegar um heiminn, einna helst á austurströnd Bandaríkajanna.

Verkefnið fólst í því að ganga fjörur með það að markmiðið að kanna útbreiðslu og magn sandskelja á áðurnefndum landssvæðum. Athuganir fóru fram í 25 fjörum. Í 16 þeirra fundust lifandi sandskeljar en í tveimur fjörum fundust eingögnu dauðar skeljar liggjandi á yfirborði setsins. Það var ekki vart við sandskel í hinum fjörunum. Þéttleiki var mismikill eftir þeim fjörusvæðum sem gengin voru. Mestur þéttleiki reyndist vera í norðanverðum Botnsvogi í Hvalfirði eða 10-15 einstaklingar á 1m2 en næst mest við bæinn Stóra Hraun á Löngufjörum á Mýrum eða um 10 einstaklingar á 1m2. Hafa ber í huga að setið var ekki sigtað og því kann fjöldi smærri skelja sem ekki greindust við grófa athugn að vera meiri en þessa tölur gefa til kynna. Almennt var þéttleiki sandskelja mestur þar sem undirlag var blandað leir. Lítið fannst af sandskel ef undirlag samanstóð af möl eða gófum sandi.

Niðurstöður athugananna benda ekki til að sandskel finnist í vinnanlegu magni hér við land sé tekið mið af því magni sem fannst við þessar athuganir. Aftur á móti er sandskel rétt eins og margar aðrar skeljar mjög góð til átu. Því má leiða að því líkum að nýting sandskeljar hér við land, í náinni framtíð, muni helst takmarkast við söfnun einstaklinga til eigin neyslu fremur en til útfluttnings. Aðstandendur verkefnisins, Magnús Freyr Ólafsson og Guðrún G. Þórarinsdóttir þakka AVS rannsóknasjóði í Sjávarútvegi veittan stuðning til verkefnisins.

Skýrslu þeirra Magnúsar og Guðrúnar má nálgast hérTil baka Senda grein

header5


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica