Fréttir

Samstarf á sviði líftækni eflt með samningi AVS og Samtaka iðnaðarins

7.12.2004

Samtök iðnaðarins og AVS rannsóknarsjóðurinn hafa gert með sér samstarfssamning. Hann felur í sér að Samtök iðnaðarins taka að sér verkefnisstjórn fyrir Líftæknihóp AVS.

Samtök iðnaðarins hafa haft frumkvæði að því að stofna til samstarfs líftæknifyrirtækja með stofnun Samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja (SÍL) en tilgangur þeirra er að vinna að hagsmuna- og stefnumálum íslenskra líftæknifyrirtækja. Þegar hafa sex fyrirtæki gerst aðilar og vonir standa til að þeim fjölgi á næstunni

Samtök iðnaðarins og AVS eru sammála um mikilvægi þess að auka samstarf á sviði líftækni til að efla og styrkja þessa vaxandi atvinnugrein. Samningnum er ætlað að vinna að þeim markmiðum á þann hátt að Samtök iðnaðarins taki að sér verkefnisstjórn fyrir Líftæknihóp AVS en jafnframt að AVS leggi sitt af mörkum til eflingar starfi SÍL. Með þessum hætti er ætlunin að stuðla að markvissri uppbyggingu og stefnumótun greinarinnar.

Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, verður verkefnisstjóri Líftæknihóps AVS. Verkefnið felur m.a í sér vinnu við mat umsókna, þátttöku í samstarfsverkefnum, t.d með Líftæknineti á Akureyri og Útflutningsráði Íslands. Ennfremur á að stuðla að auknu samstarfi fyrirtækja, samtaka og stofnana sem tengjast líftækni hérlendis.

Samningurinn gildir fyrir næsta ár en aðilar eru sammála um að ef vel tekst til verði hann framlengdur.Til baka Senda grein

header3


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica