Fréttir

Fiskeldisráðstefna 22. október 2004

Ráðstefna haldin af Fiskeldishópi AVS og Landsambandi fiskeldisstöðva á Hótel Loftleiðum

15.10.2004

Markmið með ráðstefnunni er að gefa yfirlit yfir stöðu einstakra eildistegunda, meta samkeppnishæfni, koma með tillögur að mikilvægum rannsókna- og þróunarverkefnum og greina frá verkefnum er tengjast fiskeldi.

Rástefnunni er ætlað að vera fyrsta skref Fiskeldishóps AVS í að skilgreina aðrar eldistegundir en þorsk sem mikilvægt er að njóti forgangs við úthlutun úr AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi. Fiskeldishópur AVS mun síðan vinna áfram með þær upplýsingar sem koma fram á ráðstefnunni og velja eldistegund sem hentar best íslensku fiskeldi og er líklegust til að gefa mestan arð á næstu árum og áratugum.

Áætlað tímaplan

09:00-09:10 Ávarp sjávarútvegsráðherra

09.10-09.25 Yfirlit yfir fiskeldi og fundarsköp, Guðbrandur Sigurðsson, Fiskeldishópur AVS

09:25-09:50 Laxeldi, Jón Kjartan Jónsson, Samherji hf.

09:50-10:15 Bleikju- og regnbogasilungseldi, Jónatan Þórðarson, Silungur hf.

10:15-10:40 Þorskeldi, Kristján G. Jóakimsson, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf.

10:40-11:15 Umræður

11.15-11.35 Kaffi

11:35-11.55 Lúðueldi, Arnar Jónsson, Fiskey ehf.

11:55-12:15 Hlýraeldi, Sindri Sigurðsson, Hlýri ehf.

12:15-12:35 Sandhverfueldi, Benedikt Kristjánsson, Silfurstjarnan hf.

12:35-12:55 Ýsueldi, Óttar Már Ingvason, Brim fiskeldi ehf.

12:55-13:20 Umræður

13:20-14.20 Matur

14:20-14:40 Eldi á sæeyra, Þorsteinn Magnússon, Sæbýli hf.

14:40-15:00 Ræktun kræklings, Magnús Gehringer, Samtök íslenskra kræklingaræktenda

15:00-15:25 Aðrar eldistegundir, Valdimar Ingi Gunnarsson, Fiskeldishópur AVS

15:25-15:45 Umræður

15:45-16:00 Kaffi

16:00-16:15 Samantekt, Finnbogi Jónsson, Landsamband fiskeldisstöðva og Fiskeldishópur AVS

16.15-17:00 Almennar umræður

17:00-18:00 Veitingar í boði ráðherra

Sjá nánar á www.fiskeldi.is

Þar er hægt að skrá sig á ráðstefnunaTil baka Senda grein

header10


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica