Fréttir
  • Sæbjúga
    Saebjuga
    Tómas Hallgrímsson með sæbjúga

Íslensk sæbjúgu á erlendan markað

5.10.2004

Eitt af fyrstu verkefnum sem hlutu styrk frá AVS var “ Vinnsla á íslenskum sæbjúgum”. Nú hefur verið stofnað sérstakt fyrirtæki um þetta verkefni með aðsetur á Grundarfirði, Reykofninn – Grundarfirði ehf og er í eigu Reykofnsins ehf í Kópavogi og Fiskiðjunnar Skagfirðings.

Sæbjúgu hafa aldrei verið nýtt hér á landi áður en þessi dýrategund hefur verið þekkt matvara meðal margra Asíuþjóða. Eins og gefur að skilja þá þarf að mörgu að huga við veiðar og vinnslu nýrra tegunda, en framvindan í verkefninu hefur verið góð. Að sögn Kára P. Ólafssonar verkefnisstjóra verkefnisins þá er búið að senda fjölda sýnishorna til kaupenda erlendis og hafa viðbrögðin verið góð þó endrum og eins þurfi að lagfæra þætti í vinnslunni til að mæta sérstökum óskum. Erlenda vinnslutækni var ekki hægt að yfirfæra að öllu leyti þar sem íslensku sæbjúgun eru að nokkru frábrugðin þeim sem þegar eru nýtt til vinnslu. Nú er að baki mikil þróunar- og markaðsvinna og er Kári mjög bjartsýnn á að góður grundvöllur sé fyrir nýtingu sæbjúgna þó enn sé að mörgu að hyggja.

Framlag AVS nýttist þessu verkefnu afar vel og vonandi verður innan tíðar hægt að tala um að ný tegund hafi bæst í flóru íslenskra sjávarafurða.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af Tómasi Hallgrímssyni starfsmanni fyrirtækisins með sæbjúga í höndunum.

Til baka Senda grein

header13


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica