Fréttir

Markaðsverkefni í líftækni

16.9.2004

AVS rannsóknasjóðurinn hefur í samvinnu við Útflutningsráð Íslands ákveðið að styrkja verkefni sem hefur það að markmiði að styrkja þróun og markaðssetningu líftækniafurða sem unnar eru úr íslensku sjávarfangi.

Nokkur fyrirtæki hafa verið að hasla sér völl á þessum vettvangi og eru margar áhugaverðar afurðir að líta dagsins ljós. Mikil vinna fellst í því að afla réttra viðskiptatengsla og koma nýrri vöru á markað. Hugmyndin með þessu verkefni er að auðvelda frumkvöðlum á þessu sviði að nálgast markaðinn á réttan máta og auka líkurnar á að íslenskar líftækniafurður komist á markað.

Til þessa verkefnis hefur verið ráðinn Steven Dillingham hjá bandaríska ráðgjafafyrirtækinu Strategro. Hann mun starfa með Útflutningsráði Íslands og AVS rannsóknasjóðnum og afla upplýsinga um markaðinn í Bandaríkjunum fyrir líftækniafurðir. Einnig mun hann aðstoða einstök fyrirtæki, við að afla upplýsinga tengdum þeirra afurðum.

Þróun nýrra afurða lýkur í raun ekki fyrr en þær hafa öðlast sess á markaðnum og að kaupendur séu tilbúnir að kaupa vöruna aftur og aftur. Þessi lokakafli þróunarvinnunar hefur oft reynst fyrirtækjum mjög tímafrekur og ekki síst kostnaðarsamur. Með þessu verkefni er reynt að aðstoða íslensk fyrirtæki í öflun upplýsinga um markaðinn og til að gera tækifærin sýnilegri.

Helga Valfells hjá Útflutningsráði Íslands ásamt Jóni Inga Benediktssyni hjá Líftæknisjóðnum hf eru tengiliðir verkefnisins hér á land.Til baka Senda grein

header16


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica