Fréttir
  • Umsóknafrestur AVS
    1_feb

Nýr umsóknafrestur hjá AVS rannsóknasjóði

7.9.2004

Ákveðið hefur verið að opna ekki fyrir nýjar umsóknir um miðjan september 2004, eins og gert var ráð fyrir heldur verði næsti frestur tiltölulega snemma á næsta ári eða 1. febrúar 2005. Ástæða þessara breytinga er fyrst og fremst sú að mikill fjöldi áhugaverðra verkefna bárust sjóðnum í apríl s.l. og var þar af leiðandi reynt að styrkja eins mörg verkefni þá og kostur var.

Sjóðurinn hefur því tæplega nægilegt fjármagn til þess að réttlæta það að auglýsa að nýju og fá umsækjendur til að endurnýja umsóknir sínar eða skrifa nýjar með ærnum tilkostnaði fyrir báða aðila. Því var brugðið á það ráð að velja nokkur álitleg verkefni frá í vor og leggja til við ráðherra að styrkja þau fremur en að setja umsóknaferli aftur af stað.

Einnig var ákveðið að halda eftir nokkru fjármagni til þess að gefa kost á að sækja um smáverkefni, og er umsækjendum því bent á að opið er fyrir umsóknir í smáverkefni til 15. nóv n.k.Til baka Senda grein

header19


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica