Fréttir

Úthlutun styrkja AVS rannsóknasjóðs liggja nú fyrir

15.6.2004

Sjávarútvegsráðherra hefur samþykkt tillögur stjórnar AVS rannsóknasjóðsins um úthlutun styrkja að upphæð um 80 milljónir króna til 24 verkefna, alls var sótt um tæpar 350 milljónir til verkefna sem áætlað var að kostuðu tæpar 800 milljónir. AVS rannsóknasjóðurinn hefur 120 milljónir til ráðstöfunar á þessu ári.

Sjóðurinn auglýsti eftir umsóknum í febrúar sl. og bárust alls 69 umsóknir. Eins og kemur fram á heimasíðu sjóðsins þá eru verkefni flokkuð í fiskeldi, gæði, líftækni, markaðir og vinnsla. Sérstakir faghópar á vegum AVS fara yfir umsóknirnar og leggja á þær faglegt mat. Umsóknirnar sem bárust fyrir 1. mars sl. skiptust þannig milli flokka:

· Fiskeldi 19 umsóknir

· Gæði 10 umsóknir

· Líftækni10 umsóknir

· Markaðir 2 umsóknir

· Vinnsla 28 umsóknir

Sjá nánar úthlutun AVS rannsóknasjóðs.Til baka Senda grein

header20


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica