Fréttir

Úthlutun aflaheimilda til tilrauna í áframeldi á þorski.

11.3.2004

Sjávarútvegsráðherra hefur samþykkt tillögur stjórnar AVS rannsóknasjóðs varðandi úthlutun aflaheimilda til áframeldis á þorski fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.

Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er. 16 fyrirtæki sóttu um kvóta að þessu sinni til 18 mismunandi verkefna og sóttu þau um tæp 850 tonn, en til ráðstöfunar eru 500 tonn, sem 12 fyrirtæki fengu að þessu sinni til þess að vinna með í sínum verkefnum.

Eftirtalin fyrirtæki hafa fengið úthlutun á fiskveiðiárinu 2003/2004:

 

Fyrirtæki

Magn úthlutað

Kví ehf., Vestmannaeyjum

75 tn

Guðmundur Runólfsson hf., Grundarfirði

65 tn

Oddi hf., Patreksfirði

10 tn

Þórsberg ehf., Tálknafirði

55 tn

Álfsfell ehf.,

10 tn

Glaður ehf., Bolungarvík

10 tn

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Hnífsdal

100 tn

Brim – fiskeldi ehf. (Útgerðarfélag Akureyringa hf.)

100 tn

Vopn-fiskur ehf. Vopnafirði

10 tn

Veiðibjallan, Norðfirði

5 tn

Síldarvinnslan hf., Neskaupsstað

30 tn

Eskja hf., Eskifirði

30 tn

Samtals

500 tnTil baka Senda grein

header15


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica