Fréttir

Steinbítskinnar

Steinbítskinnar - 28.12.2004

Í Odda hf á Petreksfirði hefur verið unnið markvisst að því að nýta sem allra best þann afla sem kemur að landi og þeir í Odda hafa lengi verið ötulir við að vinna steinbít þegar hann gefst. Síðastliðin tvö ár hafa þeir unnið að tilraunum með vinnslu á kinnfiski úr steinbítshausum. Lesa nánar

Umsóknafrestir AVS - 20.12.2004

Nú hefur verið auglýst eftir nýjum umsóknum í AVS rannsóknasjóðinn, eins og sjá má hér á heimasíðunni með því að smella á Umsóknir hér til hliðar, þá er um þrenns konar umsóknir að ræða. Lesa nánar
Sandskel

Í leit að sandskel - 10.12.2004

Verkefninu, “Frumathugun á útbreiðslu og þéttleika sandskeljar (Mya arenaria) við suðvestur- og vesturströnd Íslands” er nú lokið.

Lesa nánar

Samstarf á sviði líftækni eflt með samningi AVS og Samtaka iðnaðarins - 7.12.2004

Samtök iðnaðarins og AVS rannsóknarsjóðurinn hafa gert með sér samstarfssamning. Hann felur í sér að Samtök iðnaðarins taka að sér verkefnisstjórn fyrir Líftæknihóp AVS. Lesa nánar

AVS verkefninu “PAH-efni í reyktum sjávarafurðum” lokið - 16.11.2004

Nýlega lauk AVS verkefni Helgu Halldórsdóttur þar sem sett var upp og prófuð aðferð til að mæla PAH efni í reyktum afurðum. En þetta verkefni var mastersverkefni hennar og útskrifaðist Helga í lok október sl. frá Háskóla Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem AVS verkefni er unnið sem mastersverkefni, en nokkur önnur eru í farvatninu.

Lesa nánar

Þorskseiði

Ódýrir próteingjafar í þorskeldi - 27.10.2004

Nýlega lauk verkefninu Ódýrir próteingjafar sem valkostur við hágæða fiskimjöl í þorskfóður sem styrkt var af AVS. Verkefnið hófst seinni hluta ársins 2003 og var tilraunum lokið um mitt ár 2004. Verkefnið var samstarfsverkefni Fóðurverksmiðjunnar Laxá, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Háskólans á Akureyri og Hólaskóla-Háskólans á Hólum. Verkefnisstjórar í verkefninu voru Jón Árnason og Rannveig Björnsdóttir. Framkvæmd var að mestu í höndum Þorvalds Þóroddssonar, nemanda í rannsóknatengdu meistaranámi við Auðlindadeild HA og Rf.

Lesa nánar

Fiskeldisráðstefna 22. október 2004 - 15.10.2004

Markmið með ráðstefnunni er að gefa yfirlit yfir stöðu einstakra eildistegunda, meta samkeppnishæfni, koma með tillögur að mikilvægum rannsókna- og þróunarverkefnum og greina frá verkefnum er tengjast fiskeldi.

Lesa nánar

Sæbjúga

Íslensk sæbjúgu á erlendan markað - 5.10.2004

Eitt af fyrstu verkefnum sem hlutu styrk frá AVS var “ Vinnsla á íslenskum sæbjúgum”. Nú hefur verið stofnað sérstakt fyrirtæki um þetta verkefni með aðsetur á Grundarfirði, Reykofninn – Grundarfirði ehf og er í eigu Reykofnsins ehf í Kópavogi og Fiskiðjunnar Skagfirðings. Lesa nánar

Markaðsverkefni í líftækni - 16.9.2004

AVS rannsóknasjóðurinn hefur í samvinnu við Útflutningsráð Íslands ákveðið að styrkja verkefni sem hefur það að markmiði að styrkja þróun og markaðssetningu líftækniafurða sem unnar eru úr íslensku sjávarfangi.

Lesa nánar

Umsóknafrestur AVS

Nýr umsóknafrestur hjá AVS rannsóknasjóði - 7.9.2004

Ákveðið hefur verið að opna ekki fyrir nýjar umsóknir um miðjan september 2004, eins og gert var ráð fyrir heldur verði næsti frestur tiltölulega snemma á næsta ári eða 1. febrúar 2005. Ástæða þessara breytinga er fyrst og fremst sú að mikill fjöldi áhugaverðra verkefna bárust sjóðnum í apríl s.l. og var þar af leiðandi reynt að styrkja eins mörg verkefni þá og kostur var.

Lesa nánar

Úthlutun styrkja AVS rannsóknasjóðs liggja nú fyrir - 15.6.2004

Sjávarútvegsráðherra hefur samþykkt tillögur stjórnar AVS rannsóknasjóðsins um úthlutun styrkja að upphæð um 80 milljónir króna til 24 verkefna, alls var sótt um tæpar 350 milljónir til verkefna sem áætlað var að kostuðu tæpar 800 milljónir. AVS rannsóknasjóðurinn hefur 120 milljónir til ráðstöfunar á þessu ári.

Lesa nánar

Hverju hafa úthlutanir á aflaheimildum til þorskeldis skilað? - 11.3.2004

Fyrstu tilraunir með söfnun á villtum þorski til áframeldis í sjókvíum á Íslandi hófust sumarið 1992. Fyrstu árin studdi sjávarútvegsráðuneytið við bakið á þeim sem gerðu tilraunir með þorskeldi með því að úthluta hverjum aðila 5 tonna kvóta af lifandi þorski. Þrátt fyrir þetta dofnaði áhuginn fljótt, verðið sem fékkst fyrir þorskinn lækkaði og fyrirhöfnin var mikil miðað við tiltölulega lítil umsvif. Aðalhindrunin var að safna nægilega miklu af þorski á hagkvæman hátt.

Lesa nánar

Úthlutun aflaheimilda til tilrauna í áframeldi á þorski. - 11.3.2004

Sjávarútvegsráðherra hefur samþykkt tillögur stjórnar AVS rannsóknasjóðs varðandi úthlutun aflaheimilda til áframeldis á þorski fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.

Lesa nánar

Alls bárust 18 umsóknir í þorskkvóta til áframeldis - 24.2.2004

Greinilegt að áhugi fyrir þorskkvóta er töluverður, 16 fyrirtæki sendu inn 18 umsóknir og sóttu um samtals 850 tonn. Flest þessara fyrirtækja hafa unnið að tilraunum með áframeldi nokkur undanfarin ár.

Í ár var auglýst nokkuð fyrr en áður til að koma á móts við óskir þeirra sem eldið hafa stundað undanfarin ár. Fiskeldishópur AVS mun fara yfir umsóknir og hraða þeirri vinnu eins og kostur er. Vonast er til að tillögur liggi fyrir fljótlega eftir næstu mánaðrmót.

Auglýst eftir umsóknum í rannsóknaverkefni - 29.1.2004

Umsóknir um styrk til rannsókna- og þróunarverkefna í sjávarútvegi skulu hafa borist AVS rannsóknasjóðnum í síðasta lagi 1. mars 2004. Lögð er áhersla á verkefni er snerta fiskeldi, líftækni, vinnslu, gæði og markaði.

Sjá nánar leiðbeingar.

Auglýst eftir umsóknum í aflaheimildir til áframeldis á þorski. - 7.1.2004

Þetta er í annað sinn sem AVS rannsóknasjóður sér um að taka á móti umsóknum varðandi aflaheimildir til áframeldis á þorski, en í þriðja sinn sem þessi 500 tonna kvóti er auglýstur. Samkvæmt reglugerð nr 464, 27. júní 2002 þá hefur sjávarútvegsráðherra til ráðstöfunar þennan kvóta til og með fiskveiðiárinu 2005/2006


header3


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica