Fréttir

Úthlutun aflaheimilda til tilrauna í aframeldi á þorski lokið.

3.6.2003

Í annað sinn hefur sjávarútvegsráðherra úthlutað aflaheimildum til áframeldis á þorski, en nú var sá háttur hafður á að AVS rannsóknasjóður tók á móti umsóknum og skilaði tillögum til ráðherra.

Samkvæmt bráðabirgðaákvæði nr. XXXI í lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, hefur sjávarútvegsráðherra til sérstakrar ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 500 tonnum af óslægðum þorski. Þessum aflaheimildum skal ráðstafað til tilrauna með áframeldi á þorski.

Sjávarútvegsráðherra úthlutaði slíkum aflaheimildum í fyrsta sinn fyrir einu ári síðan. Undirbúningur úthlutunarinnar er nú í höndum nýstofnaðs AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi sem hefur skilað tillögum um ráðstöfun aflaheimildanna til sjávarútvegsráðherra. Ráðherra hefur ákveðið að úthlutun á fiskveiðiárinu 2002/2003 verði í samræmi við framkomnar tillögur.

Eftirlit með ráðstöfun aflaheimildanna er á hendi Hafrannsóknastofnunarinnar hvað rannsóknaþáttinn varðar en Fiskistofu hvað varðar föngun fisksins og framkvæmd eldis.

Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað aflamarki:

Fyrirtæki

Magn úthlutað

Kví ehf, Vestmannaeyjum

30 tn

Eskja hf, Eskifirði

50 tn

Sídarvinnslan á Neskaupsstað

50 tn

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf, Hnífsdal

50 tn

Guðmundur Runólfsson hf, Grundarfirði

30 tn

Oddi hf, Patreksfirði

65 tn

Glaður ehf, Bolungarvík

15 tn

Útgerðarfélag Akureyringa hf

50 tn

Laundey ehf, Sauðárkróki

15 tn

Vopn-fiskur ehf, Vopnafirði

20 tn

Dúan sf, Siglufirði

15 tn

Þórsberg ehf, Tálknafirði

110 tn

Samtals

500 tnTil baka Senda grein

header17


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica