Fréttir

Úthlutun aflaheimilda til tilrauna í aframeldi á þorski lokið. - 3.6.2003

Í annað sinn hefur sjávarútvegsráðherra úthlutað aflaheimildum til áframeldis á þorski, en nú var sá háttur hafður á að AVS rannsóknasjóður tók á móti umsóknum og skilaði tillögum til ráðherra.

Lesa nánar

Styrkir til uppbyggingar kræklingaeldis - 20.5.2003

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að verja 3,5 milljónum kr. til uppbygginar kræklingaeldis og auglýsir AVS rannsóknasjóður hér með eftir umsóknum, sem þurfa að berast í síðasta lagi 6. júní 2003. (Auglýsing)

AVS rannsóknasjóðurinn fékk á annað hundrað umsóknir. - 22.4.2003

Tæplega 30 umsóknir bárust um þorskkvóta til áframeldis, og tæplega 90 umsóknir í rannsóknaverkefni stór og smá. Það er ljóst að mikil vinna er framundan við að fara yfir og meta umsóknir, en reynt verður að ljúka þeirri vinnu eins fljótt og kostur er.

Styrkir til rannsókna- og þróunaverkefna í sjávarútvegi - 3.4.2003

Auglýst er eftir umsóknum í styrki til rannsókna og þróunarverkefna í sjávarútvegi, frestur til að sækja um styrki er til 15. apríl 2003. (Auglýsing)

Styrkir til fiskeldisrannsókna - 1.4.2003

AVS rannsóknasjóður auglýsir eftir umsóknum í styrki til verkefna í fiskeldi, og verða veittir styrkir til verkefna sem snerta einstaka þætti fiskeldis. Umsóknum skal skilað til AVS rannsóknasjóðs í síðasta lagi 15. apríl 2003. (auglýsing)

Auglýst eftir umsóknum í aflaheimildir til áframeldis á þorski. - 1.4.2003

Sjávarútvegráðherra hefur falið AVS rannsóknasjóða að auglýsa eftir umsóknum í þorskkvóta til áframeldis.

Lesa nánar

Logo_stutt

Átak til að auka verðmæti sjávarfangs - 28.2.2003

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að setja á fót rannsóknasjóð sem ætlaður er til að styðja verkefni til að auka verðmæti sjávarfangs.

Lesa nánar

header11


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica