Fréttir

Umsóknarfrestur fyrir styrki ákveðinn 1. desember - 15.10.2018

Umsóknarfrestur fyrir styrkveitingar vegna 2019  er óbreyttur frá fyrri árum eða til 1. desember 2018.  Vonast er til að hægt verði að svara umsækjendum í febrúar/mars 2019.  Áherslur sjóðsins verða svipaðar og áður. Hámarksupphæð rannsóknastyrkja er 12 milljónir kr. og líkt og áður er hægt að sækja um styrki til allt að þriggja ára verkefna þó styrkloforð gildi aðeins eitt ár í einu. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir árið 2019 eru aðgengilegar á heimasíðunni og er umsækjendum bent á að nota nýjustu útgáfur af þessum skjölum. Nú hafa verið gerðar þær breytingar að umsóknarfrestur vegna smáverkefna verður sá sami og vegna rannsóknaverkefna en jafnframt hafa hámarksstyrkir vegna þeirra verið hækkaðir í þrjár milljónir kr. Augýsingar um umsóknarfrest verða birtar í fjölmiðlum næstu daga en auk þess má nálgast auglýsinguna hér.

Athugið með umsóknafrest - er í raun mánudagur 3. desember - 20.11.2018

Mánudaginn 3. desember 2018 kl. 20 rennur út umsóknafrestur vegna styrkja á árinu 2019. Lesa nánar

Aukin gæði og nýting saltfisks með fiskipróteinum - 1.10.2018

Markmið verkefnisins var að þróa áfram nýja verkunaraðferð, náttúruleg fiskiprótein unnin úr þorskmarningi, til að auka gæði og nýtingu saltfisks

Lesa nánar

Athuganir á mettandi virkni þorskprótín hýdrolýsata - 18.9.2018

Fyrirtækið Iceprotein hefur sett upp framleiðsluferli á hágæða vatnsrofnu þorskpróteini til manneldis. Þróunin hefur leitt af sér IceProtein™ afurðina sem er undirstöðuefni í PROTIS™

Lesa nánar

header13


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica