Fréttir

Umsóknarfrestur fyrir styrki ákveðinn 1. desember - 17.10.2016

Undanfarin ár hefur umsóknarfrestur fyrir styrki AVS sjóðsins verið 1. desember í stað 1. febrúar eins og var áður. Þessu var breytt í samræmi við óskir fjölmargra umsækjenda sem töldu það mikilvægt að fá svar við styrkumsókn fyrr á árinu en áður gerðist. Nú hefur verið ákveði að eins og undnafarin ár verður umsóknarfrestur vegna styrkja 2017 þann 1. desemher n.k. 

Lesa nánar

Markaðsmöguleikar PreCold í EU og USA R 002-15 - 22.11.2016

Markmiðið með verkefninu var að markaðssetja PreCold á Íslandi vorið 2015 og kanna möguleika á skráningu vörunnar í Bandaríkjunum, auk markaðsgreiningar fyrir Bandaríkin og Evrópu.

Lesa nánar

Vinnsla á grjótkrabba R 009-15 - 14.11.2016

markmið þessa verkefnisins var að gera tilraunir á vinnslu grjótkrabba á frumstigum sem er þá helst frysting á heilum eða hlutuðum hráum og soðnum krabba, auk þess að gera tilraunir með mismunandi aðferðir við að vinna kjöt úr krabbanum. Tækjabúnaður til vinnslu á kjöti úr kröbbum er frekar dýr og því hornsteinn verkefnisins að leggja mat á mögulega vinnslu á lítið unnum krabba til sölu á innlendum og erlendum mörkuðum, eins og hvernig best geti verið að uppfæra vinnsluna frá frumvinnslu til vinnslu á kjöti úr grjótkrabba.

Lesa nánar

Markaðssetning á saltfiski í Suður-Evrópu - 14.11.2016

Markmiðið verkefnisins er að efla samkeppnisstöðu íslenskra saltfiskafurða og auka verðmætasköpun með því að treysta orðspor og ímynd saltaðra þorskafurða sem úrvals afurða. Það er gert með því að vekja athygli á íslenskum uppruna og sérstöðu sem tengist gæðum og hreinleika. Í öðru lagi að efla tengsl við lykilhagsmunaaðila, innkaupa- og dreifingaraðila með fræðslu og kynningum, og að síðustu skapa áhuga kaupenda á íslenskum fiski og festa í sessi núverandi og nýja neytendur.

Lesa nánar

header7


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica