Fréttir

Ársskýrsla sjóðsins 2016 er kominn út - 25.9.2017

Ársskýrsla sjóðsins fyrir árið 2016 er kominn út. Hún ef með líku sniði og undanfarin ár. Gerð er grein fyrir úthlutunum ársins, helstu atburðum í sögu sjóðsins á árinu og örlítið um skýrsluur vegna eldri verkefna sem bárust sjóðnum á árinu.

Lesa nánar

Vinnslueiginleikar makríls - áhrif hráefnisgæa á afurðagæði R 081-13 - 22.9.2017

Mikil reynsla hefur skapast hér á landi við veiðar, vinnslu og markaðssetningu á makríl og eru allar líkur á því að unnt verði að auka verðmæti úr makrílum í framtíðinni. Þó nokkrar hindranir í veginum sem lúta að vinnslueiginleikum makríls, þar sem náttúrlegur breytileiki hans getur þar haft töluverð áhrif. Náttúrulegur breytileiki makríls er háður árstímum, uppruna fisksins og aldri. Makríll er feitur fiskur og sýna mælingar á efnainnihaldi makríls að fituhlutfallið og ástand holds er breytilegt eftir árstíðum og veiðisvæðum. Þessir þættir hafa umtalsverð áhrif á hráefnisgæði fisksins og koma áhrifin fram m.a. í losi, áferð, útliti, bragði og afurðarnýtingu. Lesa nánar

Markaðssetning á fæðubótarefnum með próteini R 016-16 - 20.7.2017

Um er að ræða verkefni sem laut að því að markaðssetja IceProtein® afurðina á Íslandi með því að þróa fæðubótarefna 

vörulínu sem innihéldi IceProtein® afurðina. IceProtein® afurðin er vatnsrofið þorskprótín sem er þróað af rannsókna- og þróunarfyrirtækinu Iceprotein á Sauðárkróki úr afskurði sem fellur til við flakavinnslu á þorski

Lesa nánar

Markaðsmöguleikar á PreCold hálsúða í EU og USA R 002-15 - 20.7.2017

Markmiðið með verkefninu var að markaðssetja PreCold á Íslandi vorið 2015 og kanna möguleika á skráningu vörunnar í Bandaríkjunum, auk markaðsgreiningar fyrir Bandaríkin og Evrópu. PreCold er munnúði gegn kvefi sem unnin er úr aukaafurðum frá þorski og eykur varan þannig virði þorskafurða.

Lesa nánar

header2


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica