Umsóknarfrestur fyrir styrkveitingar næsta árs verður til 1. desember n.k. Það er sami umsóknarfrestur og undanfarin ár. Áherslur sjóðsins verða svipaðar og áður. Ákveðið hefur verið að hækka hámarksstyrks úr átta milljónum kr.á ári í tólf milljónir kr. Væntanlegum umsækjendum er bent á að nota umsdóknareyðublað og leiðbeiningar fyrir 2018. Umsóknarfrestur verður auglýstur í fjölmiðlum í byrjun október.
Framkvæmd verkefnisins hófst vorið 2016 og stóð í eitt ár en úrvinnslu gagna og skýrslugerðum er nú lokið.Fjarðarskel ehf. hóf ræktun kræklings árið 2013 í Hvalfirði og forsvarsmenn fyrirtækisins komust fljótlega að því að erfitt var að áætla uppskerutíma í samanburði við önnur framleiðslulönd.
Lesa nánarNotkun repjumöls í fóðri fyrir Atlantshafslax hefur lítið verið rannsökuð og þess vegna var farið í það verkefni, með styrk frá AVS sjóðnum, að skoða áhrif þess að skipta út fiskimjöli fyrir repjumjöl á vöxt, fóðurnýtingu og þrif hjá laxi.
Lesa nánarÍ náttúrunni er að finna nytsöm efnasambönd með ýmis konar virkni, sem hægt er að nýta við þróun lyfja, en yfir þriðjungur allra lyfja á markaði í dag er kominn frá náttúruefnum. Sjávarlífverur framleiða efni sem eru frábrugðin sambærilegum efnum landlífvera og gætu því verið góð uppspretta nýrra lyfjasprota en rannsóknir á lífvirkni náttúruefna úr hafinu eru mjög skammt á veg komnar.Markmið verkefnisins var að nota lífvirknileidda einangrun til að finna efni í sjávarlífverum sem hafa áhrif á bólgusvar angafrumna og ákvarða með hvaða hætti þau verka.
Lesa nánar