Listi
  • Humar
    Humar

Geymsla og fluttningur á lifandi leturhumri

Verkefnisstjóri: Ari þorsteinsson, ari@fruma.is

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 1.000.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2005

Samstarfsaðilar: Frumkvöðlasetur Austurlands ehf, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Tækniháskóli Íslands og Skinney-Þinganes hf.


Markmið verkefnisins:

Markmið þessa forverkefnis er að finna árangursríkustu aðferðina til að geyma og flytja lifandi humar. Með því er átt við að gæðin uppfylli væntingar kaupenda og um leið að lágmarka afföllin. Með þessu verkefni mun verðmæti humarstofnsins aukast til muna og fleiri stoðum rennt undir markaðsleiðir á afurðum úr humri.

Til að ná settum markmiðum þarf að:

  • Rannsaka ákveðnar geymsluaðferðir fyrir lifandi humar.
  • Rannsaka aðferðir til þess að flytja lifandi humar frá veiðisvæðum að geymslu.
  • Rannsaka flutningaferli frá geymslu til kaupenda erlendis.
  • Rannsaka lífslíkur humars við mismunandi aðstæður og skilyrði.
  • Kanna lagaumhverfi sem snýr að útflutningi á lifandi humri.
  • Kanna rekstrar- og markaðsforsendur.

Verkefninu lauk í febrúar 2005

Verkefnisstjórinn skilaði inn skýrslu til sjóðsins, það er ekki tímabært að birta niðurstöður verkefnisins umfram þær upplýsingar sem má finna á fréttasíðu AVS 1. mars 2005, en verkfenisstjórinn sótti um rannsóknaverkefni 2005 og fékk styrk til að halda áfram með rannsóknir sínar. Tilvísunarnúmer AVS R 037-05

Til baka Senda grein

header9


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica