Listi

Lausnir á umhverfisáhrifum vegna losunar slógs

Verkefnisstjóri: Heimir Tryggvason heimir@rf.isSlóg

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 1.000.000 kr

Upphafsár: 2006

Áætlað lokaár: 2007

Unnið af: Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Gná ehf, Klofningur ehf


Markmið verkefnisins:

Markmið verkefnisins er að kanna hvaða leiðir eru færar til að leysa það vandamál sem hefur skapast vegna losunar slógs í fjöru. Samkvæmt reglugerðum er fiskverkendum skylt að urða þann lífræna úrgang sem til fellur vegna framleiðslunnar. Urðun slógs kostar á bilinu 15-25 kr/kg sem er nóg til þess að því er oft frekar hent í sjóinn þaðan sem það rekur aftur upp í fjöru. Þar er það mönnum til ama og leiðinda, en sjófuglum til ómældrar gleði.

Hér er að sjálfsögðu mikið umhverfisvandamál á ferðinni sem brýnt er að uppræta sem fyrst. Í þessu forverkefni verður leitast við að svara því, hvaða leiðir eru færar og hagkvæmar við að koma þessum málum í betri farveg.

Tilvísunarnúmer AVS: S 033-06

Frétt birtist um verkefnið 25.10.2007

Skýrsla verkefnisstjóra: Úrlausnir vegna umhverfisáhrifa við losun slógs

Verkefninu er lokið

Til baka Senda grein

header16


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica