Listi

Örmerki frá borði til borðs

Verkefnisstjóri: Guðbjörg Björnsdóttir, gudbjorg@etab.org

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 1.000.000 kr

Upphafsár: 2005

Áætlað lokaár: 2005

Samstarfsaðilar: Staðlaráð Íslands


Markmið verkefnisins:

Meginmarkmið forverkefnisins er að undirbúa af Íslands hálfu umsókn (Vinnuheiti: ”Fish’n Chips”) í 5. kall 6. rammaáætlunar Evrópusambandsins á sviði upplýsingatækni.

Umsóknarhugmyndin snýst um að rannsaka og þróa aðferðir til að nýta örmerki (RFID) í virðiskeðju sjávarfangs, þ.e. frá veiðum til neyslu, til öflunar og miðlunar upplýsinga er varðar vöruna, uppruna hennar og meðferð. Með bættum merkingum afurða er gert ráð fyrir að auka megi gæði þeirra, tryggja rekjanleika og vinna gegn vörurýrnun í aðfangakeðjunni.

Forverkefnið felst í að kynna verkefnishugmyndina fyrir hagsmunaaðilum, greina ítarlega þær kröfur sem ESB gerir til verkefna af þessu tagi, setja saman hóp íslenskra samstarfsaðila, kanna samstarfsgrundvöll við erlenda aðila, þróa með þeim um verkefnishugmyndina og undirbúa umsókn til ESB í 5. kallið sem lokar 21. september 2005.

Verkefninu er lokið, skilað var inn umsókn til ESB en umsóknin fékk ekki brautargengi í þetta sinn.

Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica