Listi

Einangrun og vinnsla lífvirkra peptíða úr vannýttum tegundum sjávarlífvera – undirbúningur og myndun tengslanets

Verkefnisstjóri: Sigurður E. Vilhelmsson, sigurdur@rf.is

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 1.000.000 kr

Upphafsár: 2005

Áætlað lokaár: 2006

Samstarfsaðilar: Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins


Markmið verkefnisins:

Nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi mun í auknum mæli snúast um að breyta honum úr hráefnisframleiðslu í hátækniiðnað. Þá eykst stöðugt krafan um að fullvinna þann afla sem kemur úr sjó.

Mjólkuriðnaðurinn hefur þegar gengið í gegnum þessa þróun og hefur hún m.a. leitt til þess að mysuprótein, sem áður var hent, eru nú orðin ein verðmætasta afurð iðnaðarins. Sama þróun er að hefjast í sjávarútvegi og eiga Íslendingar möguleika á að verða þar í fremstu röð. Þessi þróun getur jafnframt orðið til að blása nýju lífi í brothætt atvinnulíf sjávarbyggða landsins.

Meginmarkmið þessa verkefnis eru að:

a. Kanna möguleika á að hefja í Vestmannaeyjum vinnslu lífvirkra peptíða úr vannýttum tegundum

b. Koma á tengslaneti fyrirtækja og stofnana með stofnun sprotafyrirtækis í huga

c. Undirbúa styrkumsóknir til að fjármagna verkefnið

d. Standa fyrir ráðstefnu í Vestmannaeyjum um hátækniiðnað í sjávarútvegi með áherslu á vinnslu verðmætra próteina og peptíða.

Tilvísunarnúmer AVS: S 010-05

Verkefninu er lokið

Birt hefur verið skýrsla úr verkefninu sem lesa má hér

Til baka Senda grein

header10


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica