Listi

Mælingar á lífvirkum efnum í íslensku sjávarfangi – uppsetning mæliaðferða

Verkefnisstjóri: Margrét Geirsdóttir mg@rf.isSýnishorn af sæbjúgum

Verkefni til 1 árs.

Upphæð styrks: 800.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2005

Samstarfsaðilar: Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Reykofninn-Grundarfirði ehf. og Háskóli Íslands-Lyfjafræði

Markmið verkefnisins: Meginmarkmið verkefnisins er að setja upp mælingar á efnunum Condroitin Sulfate og Saponin á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Ef vel tekst til er vilji þátttakenda til að nýta þessar mæliaðferðir til að auka verðmæti íslensks sjávarfangs með því að kanna í hvaða afurðum þessi efni finnast og þar með verður mögulegt að þróa nýjar afurðir og afla nýrra markaða fyrir íslenskt sjávarfang.

Tilvísunarnr. AVS: S 024-04

Frétt birtist á heimasíðu AVS 7. mars 2005

Verkefninu er lokið og skilaði verkefnisstjóri skýrslu til AVS:

Skýrsla verkefnisstjóra

Til baka Senda grein

header7


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica