Listi

Greining á hitadreifingu í frystiklefum

Verkefnisstjóri: Sveinn Víkingur Árnason, sveinn@rf.isUfsahnakkar

Verkefni til 1 árs.

Upphæð styrks: 900.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2005

Samstarfsaðilar: Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Brim hf, HB-Grandi hf og Eimskip hf

Markmið verkefnisins: Í þessu verkefni verður byggt á mæliniðurstöðum úr meistaraverkefni en niðurstöðurnar rýndar með áherslu á að bæta rekstur og umgengni við frystiklefana.

· Þróuð verður aðferðafræði við að mæla upp hitadreifingu í frystiklefa .
· Gerðar verða tillögur að svæðaskiptingu klefanna m.t.t. stöðugleika hitastigs.
· Gerðar verða tillögur að úrbótum í rekstri klefanna og umgengni við þá, m.a. viðbragðsáætlun ef hitastig fara út fyrir sett vikmörk.
· Skrifuð verður grein í Ægi þar sem niðurstöðum verður lýst með almennum hætti og aðferðafræði sem beita má við að bæta rekstur og umgengni við frystiklefana komið á framfæri.

Tilvísunarnúmer AVS: S 020-04

Frétt birtist um verkefnið 9. maí 2005

Verkefninu lauk í mars 2005, Hlynur Þór Björnsson verkfræðnemi frá Háskóla Íslands vann verkefnið og var það mastersverkefni hans.

Nálgast má grein "Geymslu- og flutningastýring lausfrystra sjávarafurða" sem Hlynur skrifaði um verkefnið hér.Til baka Senda grein

header8


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica