AVS sjóðurinn starfar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
AVS sjóðurinn styrkir verkefni til að auka verðmæti sjávarfangs.
Öll styrkt verkefni hafa sína upplýsingasíðu.
Niðurstöður margra verkefna eru gefnar út í opnum skýrslum.
Umsóknarfrestur fyrir styrkveitingar næsta árs verður til 1. desember n.k. Það er sami umsóknarfrestur og undanfarin ár. Áherslur sjóðsins verða svipaðar og áður. Ákveðið hefur verið að hækka hámarksstyrks úr átta milljónum kr.á ári í tólf milljónir kr. Væntanlegum umsækjendum er bent á að nota umsdóknareyðublað og leiðbeiningar fyrir 2018. Umsóknarfrestur verður auglýstur í fjölmiðlum í byrjun október.
Framkvæmd verkefnisins hófst vorið 2016 og stóð í eitt ár en úrvinnslu gagna og skýrslugerðum er nú lokið.Fjarðarskel ehf. hóf ræktun kræklings árið 2013 í Hvalfirði og forsvarsmenn fyrirtækisins komust fljótlega að því að erfitt var að áætla uppskerutíma í samanburði við önnur framleiðslulönd.
Lesa nánar